Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 22:57 Javier Matías Darroux Mijalchuk (til vinstri fyrir miðju) tekur um Roberto Mijalchuk, frænda sinn ásamt fjölskyldu og fulltrúum Ammanna á Maítorgi. AP/Marcos Brindicci Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann. Argentína Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann.
Argentína Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira