Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 19:00 Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný. Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný.
Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira