Stuðningsmenn United handteknir oftast fyrir kynþáttaníð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júní 2019 08:00 Old Trafford er stærsti félagsliðavöllur á Englandi og því er almennt mestur fjöldi áhorfenda á leikjum Manchester United vísir/getty Stuðningsmenn Manchester United voru oftast handteknir fyrir kynþáttaníð í tengslum við fótboltaleiki samkvæmt skýrslu frá yfirvöldum á Englandi.SkySports greinir frá því að í nýrri skýrslu frá lögregluyfirvöldum á Englandi að frá árunum 2014-2018 voru stuðningsmenn United handteknir oftast stuðningsmanna allra félaga á Englandi vegna fótboltatengdra atvika sem snérust um kynþáttaníð. Á þessum tíma voru 27 stuðningsmenn United handteknir. Næstir komu 15 stuðningsmenn B-deildarliða Leeds og Millwall. 14 stuðningsmenn Leicester voru handteknir á tímabilinu og 13 stuðningsmenn Chelsea. Á síðasta tímabili fór mikið fyrir atvikum tengdum kynþáttaníði á völlum Englands en töluleg gögn fyrir tímabilið liggja ekki fyrir. Lögregluyfirvöld vilja þó benda á að í hverju tilfelli þarf sá lögregluþjónn sem sér um handtökuna að merkja sérstaklega við það í skýrslu sinni að um kynþáttaníð hafi verið að ræða og því séu gögnin kannski ekki hundrað prósent nákvæm. Talsmaður frá Manchester United sagði að þetta væri þó aðeins örlítið brot af stuðningsmönnum félagsins sem alla jafna fær 69 þúsund stuðningsmenn á hvern heimaleik og þrjú þúsund á útileiki. „Kynþáttaníð á ekki heima í okkar leik eða í samfélaginu og erum við einbeitt á að vinna að því að útrýma mismunun í hvaða formi sem er,“ sagði talsmaður United. „Þessi tölfræði á við 0,0004 prósent af stuðningsmannahóp okkar og endurspeglar ekki á nokkurn hátt sjónarmið stuðningsmanna okkar sem heild.“ England Enski boltinn Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Leikmenn hætta á samfélagsmiðlum í sólarhring til að mótmæla rasisma Fótboltamenn á Englandi og í Wales ætla að hunsa samfélagsmiðla í sólarhring til þess að mótmæla aðgerðarleysi samfélagsmiðla og fótboltayfirvalda í tengslum við kynþáttaníð. 18. apríl 2019 19:30 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United voru oftast handteknir fyrir kynþáttaníð í tengslum við fótboltaleiki samkvæmt skýrslu frá yfirvöldum á Englandi.SkySports greinir frá því að í nýrri skýrslu frá lögregluyfirvöldum á Englandi að frá árunum 2014-2018 voru stuðningsmenn United handteknir oftast stuðningsmanna allra félaga á Englandi vegna fótboltatengdra atvika sem snérust um kynþáttaníð. Á þessum tíma voru 27 stuðningsmenn United handteknir. Næstir komu 15 stuðningsmenn B-deildarliða Leeds og Millwall. 14 stuðningsmenn Leicester voru handteknir á tímabilinu og 13 stuðningsmenn Chelsea. Á síðasta tímabili fór mikið fyrir atvikum tengdum kynþáttaníði á völlum Englands en töluleg gögn fyrir tímabilið liggja ekki fyrir. Lögregluyfirvöld vilja þó benda á að í hverju tilfelli þarf sá lögregluþjónn sem sér um handtökuna að merkja sérstaklega við það í skýrslu sinni að um kynþáttaníð hafi verið að ræða og því séu gögnin kannski ekki hundrað prósent nákvæm. Talsmaður frá Manchester United sagði að þetta væri þó aðeins örlítið brot af stuðningsmönnum félagsins sem alla jafna fær 69 þúsund stuðningsmenn á hvern heimaleik og þrjú þúsund á útileiki. „Kynþáttaníð á ekki heima í okkar leik eða í samfélaginu og erum við einbeitt á að vinna að því að útrýma mismunun í hvaða formi sem er,“ sagði talsmaður United. „Þessi tölfræði á við 0,0004 prósent af stuðningsmannahóp okkar og endurspeglar ekki á nokkurn hátt sjónarmið stuðningsmanna okkar sem heild.“
England Enski boltinn Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Leikmenn hætta á samfélagsmiðlum í sólarhring til að mótmæla rasisma Fótboltamenn á Englandi og í Wales ætla að hunsa samfélagsmiðla í sólarhring til þess að mótmæla aðgerðarleysi samfélagsmiðla og fótboltayfirvalda í tengslum við kynþáttaníð. 18. apríl 2019 19:30 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30
Leikmenn hætta á samfélagsmiðlum í sólarhring til að mótmæla rasisma Fótboltamenn á Englandi og í Wales ætla að hunsa samfélagsmiðla í sólarhring til þess að mótmæla aðgerðarleysi samfélagsmiðla og fótboltayfirvalda í tengslum við kynþáttaníð. 18. apríl 2019 19:30
Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00