Hafþór reif vöðva aftan í ilinni strax í annarri þraut sem olli honum „miklum sársauka og óþægindum“ eins og hann orðaði það. Þá gerði Hafþór afdrifarík mistök í einvígi við Kieliszkowski þegar hann missti steðja og tapaði fyrir vikið mikilvægum sekúndum, eins og sjá má hér að neðan.
Þrátt fyrir það endaði Hafþór á verðlaunapalli sem fyrr segir, áttunda árið í röð. Hann varð sterkasti maður í heims í fyrra og bættist þar í hóp Íslendinganna Magnúsar Vers Magnússonar og Jóns Páls Sigmarssonar.
Hafþór sagði undir lok síðasta árs að hann hefði áhuga á að keppa í aflraunum í hið minnsta eitt ár í viðbót. Því er ekki útilokað að hann reyni að endurheimta titilinn að ári.