Innipúkinn haldinn úti á Granda í ár Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 19. júní 2019 06:30 Ásgeir hefur starfað við skipulagningu hátíðarinnar í sex ár. Hér er tónleikasvæðið í baksýn. Fréttablaðið/Anton Brink Innipúkinn hefur verið haldinn í hátt í tuttugu ár um verslunarmannahelgina, alltaf í Reykjavík og alltaf innandyra. Við höfum þó síðustu ár haft smá breytingu á og verið með hluta hátíðarsvæðisins utandyra. Síðustu sex ár hefur hátíð farið fram í Naustinu, á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum,“ segir Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans, inntur eftir ástæðu þess að Innipúkinn færi sig um set. Fyrir stuttu urðu eigendaskipti á Húrra og var ákveðið að fara í aðra átt með rekstrarfyrirkomulag staðarins, svo hann hentaði ekki fyrir hátíð sem þessa, að sögn Ásgeirs. „Við fórum þá að gera ráð fyrir því að færa okkur um set en þetta er kannski dæmi um hve þrengt er að stöðum fyrir lifandi tónlist í Reykjavík, sem verður að teljast sorglegt, enda ein okkar helsta útflutningsvara. Hátíðin var hér áður í Iðnó og síðan á Faktorý, en sá staður var rifinn fyrir nýtt hótel.“ Hann segir upp vera komna alvarlega stöðu fyrir tónlistarfólk og tónleikahaldara. „Í ljósi þessara upplýsinga fórum við að velta fyrir okkur hvar væri gaman að halda Innipúkann og upp kom sú hugmynd að færa hátíðarsvæðið úr miðbænum og út á Granda. Í raun fannst okkur það líka gott og hollt fyrir hátíðina að færa sig reglulega, fái tækifæri til að enduruppbyggja sig á nýjum stöðum og halda sér ferskri.“ Ásgeir segir að Grandinn sé auðvitað í mikilli uppbyggingu hvað varðar veitingar og menningu, en sé einnig nálægt miðsvæðinu. Því hafi legið vel við að skoða þá staðsetningu betur. „Bryggjan Brugghús hefur verið leiðandi afl á svæðinu í tónleikahaldi og fyrir menningartengda viðburði. Ég kom að hluta til að stofnun Bryggjunnar ásamt fleirum en reri á önnur mið núna fyrr á árinu. Ég steig þá til hliðar og hef einbeitt mér að öðrum verkefnum. Núna er ég í mjög takmörkuðu hlutverki þar en veiti samt ráðgjöf inn á milli ásamt því að halda utan um Sunnudjassinn,“ segir Ásgeir. Hann segir lifandi tónleika hafa verið á staðnum hverja einustu viku nánast óslitið frá opnun. Hann segir stærð staðarins hafa orsakað að tónlistarfólk hafi strax byrjað að hringja í kjölfar þess að opnað var. „Núna á tónlistarfólk sér ekki marga samastaði, ef mætti taka þannig til orðs. Þannig að mér finnst eigendur staðarins eiga hrós skilið fyrir þátttöku sína, því svona tónleikahald er gert meira af hugsjón en í gróðaskyni.“ Hann segir þá sem standa að baki Innipúkanum alltaf hafa viljað hafa tvö svið, sem flækti málið nokkuð. „Við vildum hafa dagskrána fjölbreytta, viljum helst að rúmlega tuttugu listamenn nái að koma fram en höfum bara þrjú kvöld. Við ákváðum þá að hafa samband við Jón Mýrdal eiganda fiskveitingastaðarins Messans við Höfnina, en hann liggur við hlið Bryggjunnar Brugghúss.“ Jón rak áður Húrra en seldi staðinn og fór í veitingabransann. Ásgeir segir Jón uppátækjasaman og greiðvikinn og að hann hafi einnig saknað smá tónleikahaldsins sem einkenndi Húrra þegar hann var í hans eigu. „Þegar ég ber hugmyndina undir hann, að byggja svið inni á staðnum, þá stekkur Jón strax á tækifærið. Hann var spenntur að fá að taka aftur þátt í að halda Innipúkann, líkt og hann gerði þegar hann var með Húrra.“ Ásgeir segir að það þurfi nokkuð viðamiklar breytingar á Messanum til að hann geti rýmt tónleikana og það sé allt gert í góðu samstarfi. „Hann lítur bara á það sem verkefni sem þarf að leysa og það verður gaman að vinna það með honum og Elvari á Bryggjunni. Útisvæði Innipúkans, eins þversagnakennd setning og það er, verður enn flottara í ár. Áður vorum við með torfþökur og smá sveitaþema, það mun víkja fyrir meira hafnarstemningu. Þetta verður allt gert í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og Höfnina,“ segir Ásgeir að lokum. Miðasala á Innipúkann hefst síðar í mánuðinum, nákvæm tímasetning verður tilkynnt síðar og segir Ásgeir að miðaverði verði stillt í hóf. Á útisvæðinu verður einnig dagskrá, myndlistarmarkaður í samstarfi við nemendur LHÍ, fatamarkaður og tónlist, og er sá hluti Innipúkans opinn öllum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Innipúkinn hefur verið haldinn í hátt í tuttugu ár um verslunarmannahelgina, alltaf í Reykjavík og alltaf innandyra. Við höfum þó síðustu ár haft smá breytingu á og verið með hluta hátíðarsvæðisins utandyra. Síðustu sex ár hefur hátíð farið fram í Naustinu, á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum,“ segir Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans, inntur eftir ástæðu þess að Innipúkinn færi sig um set. Fyrir stuttu urðu eigendaskipti á Húrra og var ákveðið að fara í aðra átt með rekstrarfyrirkomulag staðarins, svo hann hentaði ekki fyrir hátíð sem þessa, að sögn Ásgeirs. „Við fórum þá að gera ráð fyrir því að færa okkur um set en þetta er kannski dæmi um hve þrengt er að stöðum fyrir lifandi tónlist í Reykjavík, sem verður að teljast sorglegt, enda ein okkar helsta útflutningsvara. Hátíðin var hér áður í Iðnó og síðan á Faktorý, en sá staður var rifinn fyrir nýtt hótel.“ Hann segir upp vera komna alvarlega stöðu fyrir tónlistarfólk og tónleikahaldara. „Í ljósi þessara upplýsinga fórum við að velta fyrir okkur hvar væri gaman að halda Innipúkann og upp kom sú hugmynd að færa hátíðarsvæðið úr miðbænum og út á Granda. Í raun fannst okkur það líka gott og hollt fyrir hátíðina að færa sig reglulega, fái tækifæri til að enduruppbyggja sig á nýjum stöðum og halda sér ferskri.“ Ásgeir segir að Grandinn sé auðvitað í mikilli uppbyggingu hvað varðar veitingar og menningu, en sé einnig nálægt miðsvæðinu. Því hafi legið vel við að skoða þá staðsetningu betur. „Bryggjan Brugghús hefur verið leiðandi afl á svæðinu í tónleikahaldi og fyrir menningartengda viðburði. Ég kom að hluta til að stofnun Bryggjunnar ásamt fleirum en reri á önnur mið núna fyrr á árinu. Ég steig þá til hliðar og hef einbeitt mér að öðrum verkefnum. Núna er ég í mjög takmörkuðu hlutverki þar en veiti samt ráðgjöf inn á milli ásamt því að halda utan um Sunnudjassinn,“ segir Ásgeir. Hann segir lifandi tónleika hafa verið á staðnum hverja einustu viku nánast óslitið frá opnun. Hann segir stærð staðarins hafa orsakað að tónlistarfólk hafi strax byrjað að hringja í kjölfar þess að opnað var. „Núna á tónlistarfólk sér ekki marga samastaði, ef mætti taka þannig til orðs. Þannig að mér finnst eigendur staðarins eiga hrós skilið fyrir þátttöku sína, því svona tónleikahald er gert meira af hugsjón en í gróðaskyni.“ Hann segir þá sem standa að baki Innipúkanum alltaf hafa viljað hafa tvö svið, sem flækti málið nokkuð. „Við vildum hafa dagskrána fjölbreytta, viljum helst að rúmlega tuttugu listamenn nái að koma fram en höfum bara þrjú kvöld. Við ákváðum þá að hafa samband við Jón Mýrdal eiganda fiskveitingastaðarins Messans við Höfnina, en hann liggur við hlið Bryggjunnar Brugghúss.“ Jón rak áður Húrra en seldi staðinn og fór í veitingabransann. Ásgeir segir Jón uppátækjasaman og greiðvikinn og að hann hafi einnig saknað smá tónleikahaldsins sem einkenndi Húrra þegar hann var í hans eigu. „Þegar ég ber hugmyndina undir hann, að byggja svið inni á staðnum, þá stekkur Jón strax á tækifærið. Hann var spenntur að fá að taka aftur þátt í að halda Innipúkann, líkt og hann gerði þegar hann var með Húrra.“ Ásgeir segir að það þurfi nokkuð viðamiklar breytingar á Messanum til að hann geti rýmt tónleikana og það sé allt gert í góðu samstarfi. „Hann lítur bara á það sem verkefni sem þarf að leysa og það verður gaman að vinna það með honum og Elvari á Bryggjunni. Útisvæði Innipúkans, eins þversagnakennd setning og það er, verður enn flottara í ár. Áður vorum við með torfþökur og smá sveitaþema, það mun víkja fyrir meira hafnarstemningu. Þetta verður allt gert í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og Höfnina,“ segir Ásgeir að lokum. Miðasala á Innipúkann hefst síðar í mánuðinum, nákvæm tímasetning verður tilkynnt síðar og segir Ásgeir að miðaverði verði stillt í hóf. Á útisvæðinu verður einnig dagskrá, myndlistarmarkaður í samstarfi við nemendur LHÍ, fatamarkaður og tónlist, og er sá hluti Innipúkans opinn öllum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein