Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2019 22:07 Hannes í marki Vals fyrr í sumar. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00
Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18
Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45
Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34