We Will Rock You á svið í Háskólabíói Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 1. júní 2019 11:29 Björn Jörundur og Ragnhildur Gísladóttir snúa bökum saman í fyrsta sinn þótt þau hafi þekkst lengi. Fréttablaðið/Anton Brink „Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói. Söngleikurinn er eins og flestir vita gerður úr lögum hljómsveitarinnar Queen sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Listrænir stjórnendur verða þau Vignir Rafn Valþórsson sem mun leikstýra, Karl Olgeirsson er titlaður tónlistarstjóri og Chantelle Carey er danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er í höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson. Ragga fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur. „Mér var boðið að vera með og tímasetningin hentaði heppilega inn í dagskrána hjá mér. Einnig er hollt fyrir mann að taka svona tarnir til að vinna með fólki sem þú annars færir á mis við inni í eigin ramma,“ segir Björn Jörundur. Síðast stóð hann á leiksviði í Gulleyjunni sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. „Það gætu verið fimm á síðan, það er bara enginn að telja,“ segir hann léttur. „Ég hlakka til að vinna með Ragnhildi, hún er húmoristi og kjölfestulistamaður í samfélaginu. Ég eins og aðrir er alinn upp við tónlist Queen en hef ekki skráð mig í neinn aðdáendaklúbb enn þá, best að gera það strax eftir helgi,“ bætir hann við. Ragga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem þau vinni saman. „Við Bjössi þekkjumst vel en höfum ekki unnið saman fyrr. Hann er einn skemmtilegasti maður á Íslandi svo mikið er víst. Það hatar enginn að hlæja með honum. Ég hef ekki misst af þessari tónlist frekar en annað fólk í heiminum en hef satt að segja ekki legið yfir henni. Nú er komið að því hjá mér, sem sagt stuð fram undan! Ég verð þessi með Queen-lögin í karókíinu.“ Þá segir hún að söngvarar þurfi að vera í góðu formi til að syngja lögin sem Queen gerði fræg. „Ég held áfram að hlaupa, teygja og æfa tennis, það er gaman. Ég kannski finn einhverja viðbót við það í tilefni þessa verkefnis. Bogfimi? Væri það eitthvað?“ Prufur fyrir kór og dansara fara fram þann 5. júní og fyrir önnur hlutverk 6. júní. Allar frekari upplýsingar um áheyrnarprufurnar verður að finna á Facebook-síðu söngleiksins: „We will rock you – Ísland“.Chantelle Carey danshöfundur, Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri og Karl Olgeirsson tónlistarstjóri eru listrænir stjórnendur sýningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói. Söngleikurinn er eins og flestir vita gerður úr lögum hljómsveitarinnar Queen sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Listrænir stjórnendur verða þau Vignir Rafn Valþórsson sem mun leikstýra, Karl Olgeirsson er titlaður tónlistarstjóri og Chantelle Carey er danshöfundur. Axel Hallkell Jóhannesson hannar sviðsmynd, Rebekka Jónsdóttir hannar búninga, ljósahönnun er í höndum Freys Vilhjálmssonar og um hljóðhönnun sér Aron Þór Arnarsson. Ragga fer með hlutverk Killer Queen í sýningunni og á móti henni, í hlutverki Kashoggi, verður Björn Jörundur. „Mér var boðið að vera með og tímasetningin hentaði heppilega inn í dagskrána hjá mér. Einnig er hollt fyrir mann að taka svona tarnir til að vinna með fólki sem þú annars færir á mis við inni í eigin ramma,“ segir Björn Jörundur. Síðast stóð hann á leiksviði í Gulleyjunni sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. „Það gætu verið fimm á síðan, það er bara enginn að telja,“ segir hann léttur. „Ég hlakka til að vinna með Ragnhildi, hún er húmoristi og kjölfestulistamaður í samfélaginu. Ég eins og aðrir er alinn upp við tónlist Queen en hef ekki skráð mig í neinn aðdáendaklúbb enn þá, best að gera það strax eftir helgi,“ bætir hann við. Ragga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem þau vinni saman. „Við Bjössi þekkjumst vel en höfum ekki unnið saman fyrr. Hann er einn skemmtilegasti maður á Íslandi svo mikið er víst. Það hatar enginn að hlæja með honum. Ég hef ekki misst af þessari tónlist frekar en annað fólk í heiminum en hef satt að segja ekki legið yfir henni. Nú er komið að því hjá mér, sem sagt stuð fram undan! Ég verð þessi með Queen-lögin í karókíinu.“ Þá segir hún að söngvarar þurfi að vera í góðu formi til að syngja lögin sem Queen gerði fræg. „Ég held áfram að hlaupa, teygja og æfa tennis, það er gaman. Ég kannski finn einhverja viðbót við það í tilefni þessa verkefnis. Bogfimi? Væri það eitthvað?“ Prufur fyrir kór og dansara fara fram þann 5. júní og fyrir önnur hlutverk 6. júní. Allar frekari upplýsingar um áheyrnarprufurnar verður að finna á Facebook-síðu söngleiksins: „We will rock you – Ísland“.Chantelle Carey danshöfundur, Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri og Karl Olgeirsson tónlistarstjóri eru listrænir stjórnendur sýningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira