Baldur og Heimir unnu Orkurallið Bragi Þórðarson skrifar 2. júní 2019 17:00 Baldur Arnar og Heimir á Subaru Impreza STI stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar eftir frábæran akstur. Þórður Bragason Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina, rallað var á föstudegi og laugardegi á sérleiðum á Reykjanesi. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í Orkurallinu. Forskot þeirra eftir 120 kílómetra akstur á sérleiðum var ein mínúta og ellefu sekúndur. Slagurinn um annað sætið var gríðarlega spennandi. Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon luku keppni á nákvæmlega sama tíma og Sigurður Arnar Pálsson og Svavar Friðrik Smárason. Gunnar og Ísak leiddu eftir fyrsta dag en á þriðju leið annars dags biluðu framdempararnir í Mitsubishi bíl þeirra og urðu þeir að sjá á eftir fyrsta sætinu. Að lokum þurftu Sigurður og Svavar að sætta sig við þriðja sætið þar sem Gunnar og Ísak náðu betri tíma á fyrstu leið keppninnar. Gunnar Karl og Ísak á Mitsubishi Lancer EVO X urðu að sætta sig við annað sætið.Þórður BragasonMikið um afföllTitilvörn Ragnars Bjarna Gröndal byrjaði illa. Í ár ekur hann með Emelíu Rut Hólmarsdóttur sér við hlið en þau urðu frá að hverfa á öðrum degi með brotna spyrnu. Gríðarlega svekkjandi þar sem þau leiddu keppnina á þeim tímapunkti. Svekkelsið breyttist þó snöggt í gleði er þau trúlofuðu sig seinna sama dag. Mikið var um afföll í Orkurallinu, 17 bílar hófu keppni en aðeins 10 luku henni. Í fjórða sæti urðu Skafti Skúlason og Gunnar Eyþórsson á Subaru Impreza, þeir félagar töpuðu talsverðum tíma er eldur kom upp í bíl þeirra eftir tíundu sérleið. Jósef og Guðni keyrðu hratt og örugglega í AB Varahluta flokknum.Þórður BragasonHörkuslagur í öllum flokkumÍ AB varahluta flokknum, flokki aflminni bíla, komu fyrstir í mark þeir Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson. Þeir félagar keyrðu listavel alla helgina og var þetta fyrsti sigur Jósefs undir stýri. Heimamennirnir Garðar Gunnarsson og Óskar Sólmundarson höfðu forustu eftir fyrsta dag. Brotinn öxull á sérleiðinni um Djúpavatn gerði hins vegar út um sigurvonir þeirra og urðu þeir að sætta sig við þriðja sætið í flokknum. Í öðru sæti í AB varahluta flokknum urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Tvær áhafnir urðu fyrir því óláni að velta bílum sínum á Djúpavatnsleiðinni. Guðjón Þórólfsson og Magnús Ingi Einarsson veltu Toyota Rav4 bíl sínum í fyrstu ferð af þremur um Djúpavatnið. Í þriðju ferð um Djúpavatnið endaði Subaru Impreza bíll þeirra Vikars Sigurjónssonar og Ragnars Magnússonar einnig á toppnum. Báðar þessar áhafnir urðu frá að hverfa en allir sluppu þó án meiðsla þökk sé góðum öryggisbúnaði. Baldur Arnar og Heimir eru nú með forustu í Íslandsmótinu eftir þessa fyrstu keppni. Næsta umferð fer fram á hröðum og skemmtilegum sérleiðum í grennd við Hólmavík í lok Júní. Íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram um helgina, rallað var á föstudegi og laugardegi á sérleiðum á Reykjanesi. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar í Orkurallinu. Forskot þeirra eftir 120 kílómetra akstur á sérleiðum var ein mínúta og ellefu sekúndur. Slagurinn um annað sætið var gríðarlega spennandi. Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon luku keppni á nákvæmlega sama tíma og Sigurður Arnar Pálsson og Svavar Friðrik Smárason. Gunnar og Ísak leiddu eftir fyrsta dag en á þriðju leið annars dags biluðu framdempararnir í Mitsubishi bíl þeirra og urðu þeir að sjá á eftir fyrsta sætinu. Að lokum þurftu Sigurður og Svavar að sætta sig við þriðja sætið þar sem Gunnar og Ísak náðu betri tíma á fyrstu leið keppninnar. Gunnar Karl og Ísak á Mitsubishi Lancer EVO X urðu að sætta sig við annað sætið.Þórður BragasonMikið um afföllTitilvörn Ragnars Bjarna Gröndal byrjaði illa. Í ár ekur hann með Emelíu Rut Hólmarsdóttur sér við hlið en þau urðu frá að hverfa á öðrum degi með brotna spyrnu. Gríðarlega svekkjandi þar sem þau leiddu keppnina á þeim tímapunkti. Svekkelsið breyttist þó snöggt í gleði er þau trúlofuðu sig seinna sama dag. Mikið var um afföll í Orkurallinu, 17 bílar hófu keppni en aðeins 10 luku henni. Í fjórða sæti urðu Skafti Skúlason og Gunnar Eyþórsson á Subaru Impreza, þeir félagar töpuðu talsverðum tíma er eldur kom upp í bíl þeirra eftir tíundu sérleið. Jósef og Guðni keyrðu hratt og örugglega í AB Varahluta flokknum.Þórður BragasonHörkuslagur í öllum flokkumÍ AB varahluta flokknum, flokki aflminni bíla, komu fyrstir í mark þeir Jósef Heimir Guðbjörnsson og Guðni Freyr Ómarsson. Þeir félagar keyrðu listavel alla helgina og var þetta fyrsti sigur Jósefs undir stýri. Heimamennirnir Garðar Gunnarsson og Óskar Sólmundarson höfðu forustu eftir fyrsta dag. Brotinn öxull á sérleiðinni um Djúpavatn gerði hins vegar út um sigurvonir þeirra og urðu þeir að sætta sig við þriðja sætið í flokknum. Í öðru sæti í AB varahluta flokknum urðu Halldór Vilberg Ómarsson og Valgarður Thomas Davíðsson. Tvær áhafnir urðu fyrir því óláni að velta bílum sínum á Djúpavatnsleiðinni. Guðjón Þórólfsson og Magnús Ingi Einarsson veltu Toyota Rav4 bíl sínum í fyrstu ferð af þremur um Djúpavatnið. Í þriðju ferð um Djúpavatnið endaði Subaru Impreza bíll þeirra Vikars Sigurjónssonar og Ragnars Magnússonar einnig á toppnum. Báðar þessar áhafnir urðu frá að hverfa en allir sluppu þó án meiðsla þökk sé góðum öryggisbúnaði. Baldur Arnar og Heimir eru nú með forustu í Íslandsmótinu eftir þessa fyrstu keppni. Næsta umferð fer fram á hröðum og skemmtilegum sérleiðum í grennd við Hólmavík í lok Júní.
Íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti