Nemendafjöldi í Pólska skólanum sexfaldast Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júní 2019 07:30 Pólverjar á Íslandi fögnuðu í nóvember hundrað ára afmæli endurheimtar fullveldis Póllands. Fréttablaðið/Stefán „Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira