Vill sjá Raheem Sterling með fyrirliðbandið í úrslitum Þjóðadeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 13:30 Raheem Sterling næsti fyrirliði enska landsliðsins? Sumir vilja sjá það og það strax ísumar. Hér fagnar hann marki með Ross Barkley og fyrirliðunum Jordan Henderson og Harry Kane. Getty/Michael Regan Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira