Vill sjá Raheem Sterling með fyrirliðbandið í úrslitum Þjóðadeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 13:30 Raheem Sterling næsti fyrirliði enska landsliðsins? Sumir vilja sjá það og það strax ísumar. Hér fagnar hann marki með Ross Barkley og fyrirliðunum Jordan Henderson og Harry Kane. Getty/Michael Regan Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki