Ísafjarðarbær þarfnast ekki fleiri vina í bili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Ísafjarðarbær fékk innilega vinarbeiðni frá Póllandi á dögunum en ræður ekki við fleiri vini í bili að mati bæjarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira