Forseti Íslands grillar til góðs Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 14:00 Einar Björnsson (t.v), skipuleggjandi Kótelettunnar, er hér ásamt Helga Haraldssyni hjá Eimskip, en fyrirtækið er einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar. Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira