Hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 13:30 Virgil van Dijk og Frenkie de Jong fagna og Matthijs de Ligt er ekki langt undan. Þessir þrír eru þegar komnir í hóp mest spennandi fótboltamanna heims í dag. Vísir/Getty Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira