Breiðablik tók toppsæti Pepsi Max deildar kvenna, í það minnsta tímabundið, með eins marks sigri á Stjörnunni í kvöld.
Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins og kom það strax á fjórðu mínútu eftir sendingu frá Selmu Sól Magnúsdóttur.
Breiðablik var með mikla yfirburði í leiknum en kom boltanum ekki oftar í gegnum sterkan varnarleik Stjörnunnar.
Blikar eru því enn með fullt hús stiga eftir sex leiki, líkt og Valur sem þó á einn leik inni. Valskonur mæta Fylki á morgun og með sigri þar endurheimta þær toppsætið. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með níu stig.
Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.
Agla María skaut Blikum á toppinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
