Er ekki hægt að fá vinnufrið hérna? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. júní 2019 07:00 Nú til dags eru fáar setningar sem virka eins „kallakarla“-legar eins og þegar þess er krafist í fjölmiðlum að „mennirnir“ fái „vinnufrið“ til þess að útkljá málin án þess að vera truflaðir. Á síðustu árum finnst mér frasinn um að heimta vinnufrið einkum dúkka upp í kringum aðstæður þar sem fólk hefur komið sér í einhvern bobba. Ég sé fyrir mér hóp fjölmiðlafólks sem umkringir stjórnmálamann og allir garga spurningar í átt að stjórnmálamanninum: „Hver er staða málsins?“ „Er útlit fyrir að stjórnin springi?“ „Verður einhver dreginn til ábyrgðar?“ „Hefur ráðherrann íhugað afsögn vegna málsins?· Og stjórnmálamaðurinn segir fast og ákveðið: „Nú er verið að fara yfir allar hliðar málsins og öll sjónarmið verða rædd. Það sem er mikilvægast núna er að fá vinnufrið til þess að greiða úr þeirri stöðu sem komin er upp, þakka ykkur fyrir.“ En fjölmiðlar láta sér ekki segjast. „Ertu að segja að það komi til greina að ráðherrann segi af sér?“ Og eftir að hafa lagt kurteislega fram bónina um vinnufrið, og lagt áherslu á mikilvægi hans, þá leyfir stjórnmálamaðurinn sér að byrsta sig, og segir nú með valdsmannslegri röddu. „Eins og ég var að enda við að segja þá þarf að ríkja hér vinnufriður. Ég mun ekki svara fleiri spurningum. Þakka ykkur fyrir.“Merkileg mál Frasinn um að „fá vinnufrið“ virðist í margra augum hafa töframátt. Í orðunum felst ekki kurteisleg beiðni um að sýnt sé tillit heldur eru þau stundum yfirlýsing sem segir: „Það sem ég er að gera er miklu mikilvægara en það sem þið eruð að gera. Hættið nú að flækjast fyrir fullorðnu fólki, skottist heim til ykkar og látið lítið fara fyrir ykkur og svo látum við mikilmennin vita þegar óhætt er að gefa sér tíma til þess að sinna ykkur, ormarnir ykkar.“ Að fárast yfir því að fá ekki vinnufrið er setning og hugsunarháttur sem á sér eflaust djúpar rætur–virðing fyrir vinnu er djúpstæð. Ég hef til dæmis að því í mínu fjölskyldulífi að hægt er að ala börnin upp í því að bera mikla lotningu fyrir öllum hlutum sem eru skilgreindir sem „vinnu-eitthvað.“ Vinnu-pennar, vinnu-tölvur, vinnu-töskur, vinnu-bækur og vinnu-gleraugu. Allt eru þetta raunverulegir hlutir sem að jafnaði eru látnir vera í friði á heimilinu. Velgengni mín við að skilgreina hluti sem „vinnu-þetta-og-hitt“ hefur kannski farið smám saman út í öfgar. Nú eru til á heimilinu vinnu-hátalarar, vinnu-vasaljós, vinnu-strokleður, vinnu-litir og vinnu-kaffibollar og margt fleira „vinnu“dót sem á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við vinnu, en eru algjörlega forboðnir sem leiktæki. Ég yrði hins vegar hleginn út úr húsinu ef mér dytti það í hug að fara fram á „vinnu-frið“. Má þá ekki kveikja á sjónvarpinu og þremur tölvum á sama tíma, skella ísskápshurðum, gala spurningar milli herbergja, glamra á skemmtara, hoppa um, hrópa og kalla? Kanntu annan?Skarkala drekkt með síbylju Mig grunar að það sé ekki bara í mínu nánasta umhverfi sem hugtakið „vinnufriður“ hafi misst gildi sitt. Allri hugsun varðandi aðstæður til vinnu hefur smám saman verið snúið á haus. Í stað þess að það teljist dónaskapur að trufla manneskju sem situr niðursokkin í vinnu þá er sá talinn dónalegur sem ekki er tilbúinn til þess að hlýða umsvifalaust öllu utanaðkomandi áreiti og láta trufla sig. Yfirlýsingar um að maður þurfi vinnufrið hafa líklega einhvern tímann þótt ósköp eðlilegar. Fyrir tíma sífelldrar tengingar og stöðugs áreitis frá símum og snjallforritum þá leið vinnudagur flestra án mikilla utanaðkomandi truflana. Fólk gat eflaust notið þess mun oftar en nú að komast í hið þægilega sæluástand fullkominnar einbeitingar þegar viðfangsefnin virðast viðráðanleg, vandamálin skýrast og lausnirnar birtast. Við slíkar aðstæður er truflun dýrkeypt því þá reikar hugurinn í burtu frá viðfangsefninu og ómögulegt getur verið að komast aftur á réttan kjöl í hugsun og flæði. En nú eru slíkar stundir fágætar fyrir flesta. Margir vinna í opnum rýmum, jafnvel með fólki sem á ekki innirödd og víða grípur fólk til þess ráðs að útiloka hávaða og truflun með enn meiri hávaða og síbylju. Starfsfólk situr með hljóðeinangrandi heyrnartól með dynjandi teknótónlist eða djöflarokki inn á skrifstofum til þess að drekkja hinum óreiðukennda skarkala umhverfisins með útreiknanlegri skarkala Spotify-lagalistans „Einbeiting“. Að láta sér detta í hug að heimta að ró, friður og kyrrsæld ríki á vinnustað virkar nánast árásargjarnt korteri frá burnouti.Lof okkur að trufla Þetta endurspeglast meðal annars í þeirri breytingu sem orðið hefur á samskiptum fólks við stór þjónustufyrirtæki á borð við banka. Einu sinni þótti það til marks um slaka þjónustu ef ekki var svarað hratt í símann þegar viðskiptavinurinn hringdi með erindi sín. Svo fengu þjónustustjórar fyrirtækjanna bráðsnjalla hugmynd að í staðinn fyrir að fólk þyrfti að bíða eftir svari þá gæti það einfaldlega skilið eftir skilaboð og bankinn, tryggingafélagið eða símafyrirtækið myndi einfaldlega hringja til baka síðar. Frábær lausn, enginn þarf að bíða á línunni En það sem raunverulega felst í þjónustubreytingunni er að fyrirtækin segja við viðskiptavini sína: „Hey, hvernig væri að í staðinn fyrir að þú hringir í okkur með þín mál þegar þér hentar, að í staðinn þá hringjum við bara í þig þegar okkur hentar.“ Það sem á yfirborðinu virkar sem þægindi er í raun staðfesting á því viðhorfi sem orðið er ríkjandi í samfélaginu að það sé ofsalega slæmt að þurfa að bíða eftir einhverju, en nánast algjörlega kostnaðarlaust að vera truflaður frá því sem maður er að gera.Sorrí með mig Þetta er vitaskuld ekki rétt. Það er mjög dýrkeypt að vera truflaður frá vinnu. Og þótt blessaður kallakarlinn sé alltaf að koma sér í vandræði þessa dagana og sé eflaust orðinn þreyttur á að segja: „Sorrí með mig,“ þá er sumt sem er kannski rétt að afskrifa ekki sem algjöra vitleysu. Nú hrannast upp sannanir þess hversu skaðleg heilsufarsáhrif stöðugur hávaði hefur á fólk; og þeir sem komast öðru hverju út í kyrrsæla sveit eða út á einangraða víðáttu vita vel hversu góð áhrif það hefur á heilsu og hugsun að vera laus við áreiti, skarkala og klið. Kannski er orðið tímabært að hlusta aðeins á kallakarlinn og gefa gamla góða vinnufriðinum meira vægi á ný. Við þá sem hvorki botna upp né niður í þessum skrifum vil ég segja sjálfum mér til varnar: Ég fékk ekki vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú til dags eru fáar setningar sem virka eins „kallakarla“-legar eins og þegar þess er krafist í fjölmiðlum að „mennirnir“ fái „vinnufrið“ til þess að útkljá málin án þess að vera truflaðir. Á síðustu árum finnst mér frasinn um að heimta vinnufrið einkum dúkka upp í kringum aðstæður þar sem fólk hefur komið sér í einhvern bobba. Ég sé fyrir mér hóp fjölmiðlafólks sem umkringir stjórnmálamann og allir garga spurningar í átt að stjórnmálamanninum: „Hver er staða málsins?“ „Er útlit fyrir að stjórnin springi?“ „Verður einhver dreginn til ábyrgðar?“ „Hefur ráðherrann íhugað afsögn vegna málsins?· Og stjórnmálamaðurinn segir fast og ákveðið: „Nú er verið að fara yfir allar hliðar málsins og öll sjónarmið verða rædd. Það sem er mikilvægast núna er að fá vinnufrið til þess að greiða úr þeirri stöðu sem komin er upp, þakka ykkur fyrir.“ En fjölmiðlar láta sér ekki segjast. „Ertu að segja að það komi til greina að ráðherrann segi af sér?“ Og eftir að hafa lagt kurteislega fram bónina um vinnufrið, og lagt áherslu á mikilvægi hans, þá leyfir stjórnmálamaðurinn sér að byrsta sig, og segir nú með valdsmannslegri röddu. „Eins og ég var að enda við að segja þá þarf að ríkja hér vinnufriður. Ég mun ekki svara fleiri spurningum. Þakka ykkur fyrir.“Merkileg mál Frasinn um að „fá vinnufrið“ virðist í margra augum hafa töframátt. Í orðunum felst ekki kurteisleg beiðni um að sýnt sé tillit heldur eru þau stundum yfirlýsing sem segir: „Það sem ég er að gera er miklu mikilvægara en það sem þið eruð að gera. Hættið nú að flækjast fyrir fullorðnu fólki, skottist heim til ykkar og látið lítið fara fyrir ykkur og svo látum við mikilmennin vita þegar óhætt er að gefa sér tíma til þess að sinna ykkur, ormarnir ykkar.“ Að fárast yfir því að fá ekki vinnufrið er setning og hugsunarháttur sem á sér eflaust djúpar rætur–virðing fyrir vinnu er djúpstæð. Ég hef til dæmis að því í mínu fjölskyldulífi að hægt er að ala börnin upp í því að bera mikla lotningu fyrir öllum hlutum sem eru skilgreindir sem „vinnu-eitthvað.“ Vinnu-pennar, vinnu-tölvur, vinnu-töskur, vinnu-bækur og vinnu-gleraugu. Allt eru þetta raunverulegir hlutir sem að jafnaði eru látnir vera í friði á heimilinu. Velgengni mín við að skilgreina hluti sem „vinnu-þetta-og-hitt“ hefur kannski farið smám saman út í öfgar. Nú eru til á heimilinu vinnu-hátalarar, vinnu-vasaljós, vinnu-strokleður, vinnu-litir og vinnu-kaffibollar og margt fleira „vinnu“dót sem á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við vinnu, en eru algjörlega forboðnir sem leiktæki. Ég yrði hins vegar hleginn út úr húsinu ef mér dytti það í hug að fara fram á „vinnu-frið“. Má þá ekki kveikja á sjónvarpinu og þremur tölvum á sama tíma, skella ísskápshurðum, gala spurningar milli herbergja, glamra á skemmtara, hoppa um, hrópa og kalla? Kanntu annan?Skarkala drekkt með síbylju Mig grunar að það sé ekki bara í mínu nánasta umhverfi sem hugtakið „vinnufriður“ hafi misst gildi sitt. Allri hugsun varðandi aðstæður til vinnu hefur smám saman verið snúið á haus. Í stað þess að það teljist dónaskapur að trufla manneskju sem situr niðursokkin í vinnu þá er sá talinn dónalegur sem ekki er tilbúinn til þess að hlýða umsvifalaust öllu utanaðkomandi áreiti og láta trufla sig. Yfirlýsingar um að maður þurfi vinnufrið hafa líklega einhvern tímann þótt ósköp eðlilegar. Fyrir tíma sífelldrar tengingar og stöðugs áreitis frá símum og snjallforritum þá leið vinnudagur flestra án mikilla utanaðkomandi truflana. Fólk gat eflaust notið þess mun oftar en nú að komast í hið þægilega sæluástand fullkominnar einbeitingar þegar viðfangsefnin virðast viðráðanleg, vandamálin skýrast og lausnirnar birtast. Við slíkar aðstæður er truflun dýrkeypt því þá reikar hugurinn í burtu frá viðfangsefninu og ómögulegt getur verið að komast aftur á réttan kjöl í hugsun og flæði. En nú eru slíkar stundir fágætar fyrir flesta. Margir vinna í opnum rýmum, jafnvel með fólki sem á ekki innirödd og víða grípur fólk til þess ráðs að útiloka hávaða og truflun með enn meiri hávaða og síbylju. Starfsfólk situr með hljóðeinangrandi heyrnartól með dynjandi teknótónlist eða djöflarokki inn á skrifstofum til þess að drekkja hinum óreiðukennda skarkala umhverfisins með útreiknanlegri skarkala Spotify-lagalistans „Einbeiting“. Að láta sér detta í hug að heimta að ró, friður og kyrrsæld ríki á vinnustað virkar nánast árásargjarnt korteri frá burnouti.Lof okkur að trufla Þetta endurspeglast meðal annars í þeirri breytingu sem orðið hefur á samskiptum fólks við stór þjónustufyrirtæki á borð við banka. Einu sinni þótti það til marks um slaka þjónustu ef ekki var svarað hratt í símann þegar viðskiptavinurinn hringdi með erindi sín. Svo fengu þjónustustjórar fyrirtækjanna bráðsnjalla hugmynd að í staðinn fyrir að fólk þyrfti að bíða eftir svari þá gæti það einfaldlega skilið eftir skilaboð og bankinn, tryggingafélagið eða símafyrirtækið myndi einfaldlega hringja til baka síðar. Frábær lausn, enginn þarf að bíða á línunni En það sem raunverulega felst í þjónustubreytingunni er að fyrirtækin segja við viðskiptavini sína: „Hey, hvernig væri að í staðinn fyrir að þú hringir í okkur með þín mál þegar þér hentar, að í staðinn þá hringjum við bara í þig þegar okkur hentar.“ Það sem á yfirborðinu virkar sem þægindi er í raun staðfesting á því viðhorfi sem orðið er ríkjandi í samfélaginu að það sé ofsalega slæmt að þurfa að bíða eftir einhverju, en nánast algjörlega kostnaðarlaust að vera truflaður frá því sem maður er að gera.Sorrí með mig Þetta er vitaskuld ekki rétt. Það er mjög dýrkeypt að vera truflaður frá vinnu. Og þótt blessaður kallakarlinn sé alltaf að koma sér í vandræði þessa dagana og sé eflaust orðinn þreyttur á að segja: „Sorrí með mig,“ þá er sumt sem er kannski rétt að afskrifa ekki sem algjöra vitleysu. Nú hrannast upp sannanir þess hversu skaðleg heilsufarsáhrif stöðugur hávaði hefur á fólk; og þeir sem komast öðru hverju út í kyrrsæla sveit eða út á einangraða víðáttu vita vel hversu góð áhrif það hefur á heilsu og hugsun að vera laus við áreiti, skarkala og klið. Kannski er orðið tímabært að hlusta aðeins á kallakarlinn og gefa gamla góða vinnufriðinum meira vægi á ný. Við þá sem hvorki botna upp né niður í þessum skrifum vil ég segja sjálfum mér til varnar: Ég fékk ekki vinnufrið.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun