Þróttur vann sterkan sigur á Leikni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2019 21:19 Úr leik liðanna síðasta sumar fréttablaðið/ernir Þróttur vann mikilvægan sigur á Leikni, Grótta og Fjölnir skildu jöfn og Afturelding sigraði Magna í Inkassodeild karla í kvöld. Þrótturum hafði gengið illa að safna stigum það sem af er sumri en náðu í mikilvæg þrjú stig á Eimskipsvellinum. Það var markalaust í hálfleik eftir að Sævar Atli Magnússon náði ekki að skora úr vítaspyrnu sem Leiknir fékk undir lok fyrri hálfleiks. Fyrsta mark leiksins kom á 72. mínútu, það gerði Rafael Victor fyrir Þrótt. Hann bætti svo öðru marki við fjórum mínútum seinna og Jasper van der Heyden tryggði heimamönnum sigurinn með marki á 80. mínútu. Leiknum lauk með 3-0 sigri Þróttar. Það var fallslagur á Varmárvellinum í Mosfellsbæ þar sem Afturelding tók á móti Magna. Mikið fjör var á upphafsmínútum leiksins en Jason Daði Svanþórsson kom heimamönnum yfir strax á annari mínútu. Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði hins vegar fyrir Magna á 16. mínútu. Alexander Aron Davorsson kom Aftureldingu aftur yfir á 21. mínútu og Jason Daði skoraði annað mark sitt áður en hálfleikurinn var úti. Rólegra var yfir seinni hálfleik og aðeins eitt mark skorað, það gerði Hafliði Sigurðarson á 57. mínútu. Afturelding fór með sterkan 4-1 sigur. Á Seltjarnarnesi skildu Grótta og Fjölnir jöfn í markalausum leik. Fjölnir er á toppi deildarinnar með 13 stig. Grótta, Leiknir og Þróttur eru öll um miðja deild, Leiknir með níu stig, Grótta átta og Þróttur sjö. Afturelding sendi Hauka niður í fallsæti með sigrinum, fer upp í tíunda sætið með sex stig. Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Þróttur vann mikilvægan sigur á Leikni, Grótta og Fjölnir skildu jöfn og Afturelding sigraði Magna í Inkassodeild karla í kvöld. Þrótturum hafði gengið illa að safna stigum það sem af er sumri en náðu í mikilvæg þrjú stig á Eimskipsvellinum. Það var markalaust í hálfleik eftir að Sævar Atli Magnússon náði ekki að skora úr vítaspyrnu sem Leiknir fékk undir lok fyrri hálfleiks. Fyrsta mark leiksins kom á 72. mínútu, það gerði Rafael Victor fyrir Þrótt. Hann bætti svo öðru marki við fjórum mínútum seinna og Jasper van der Heyden tryggði heimamönnum sigurinn með marki á 80. mínútu. Leiknum lauk með 3-0 sigri Þróttar. Það var fallslagur á Varmárvellinum í Mosfellsbæ þar sem Afturelding tók á móti Magna. Mikið fjör var á upphafsmínútum leiksins en Jason Daði Svanþórsson kom heimamönnum yfir strax á annari mínútu. Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði hins vegar fyrir Magna á 16. mínútu. Alexander Aron Davorsson kom Aftureldingu aftur yfir á 21. mínútu og Jason Daði skoraði annað mark sitt áður en hálfleikurinn var úti. Rólegra var yfir seinni hálfleik og aðeins eitt mark skorað, það gerði Hafliði Sigurðarson á 57. mínútu. Afturelding fór með sterkan 4-1 sigur. Á Seltjarnarnesi skildu Grótta og Fjölnir jöfn í markalausum leik. Fjölnir er á toppi deildarinnar með 13 stig. Grótta, Leiknir og Þróttur eru öll um miðja deild, Leiknir með níu stig, Grótta átta og Þróttur sjö. Afturelding sendi Hauka niður í fallsæti með sigrinum, fer upp í tíunda sætið með sex stig. Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira