Nánd og innblástur á Patreksfirði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 09:00 Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona skipuleggur Skjaldborgarhátíðina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
„Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira