Breyta þurfi kennarastarfinu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. júní 2019 08:00 Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir að auka þurfi áhuga nemenda. Fréttablaðið/Sigtryggur „Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli. Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli.
Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira