Þetta er í 56.skipti á ferlinum sem Vettel er á ráspól en hann hafði ekki náð þeim áfanga í 17 kappökstrum í röð þegar kom að tímatökunni í Montreal í dag.
Heimsmeistarinn og forystusauðurinn Lewis Hamilton verður annar en liðsfélagi Vettel á Ferrari, Charles Leclerc þriðji. Liðsfélagi Hamilton á Mercedes, Valtteri Bottas, verður sjötti.
Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
QUALIFYING CLASSIFICATION: A red letter day for Seb, and a new track record#CanadianGP #F1 pic.twitter.com/2KlCseEV1x
— Formula 1 (@F1) June 8, 2019