England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júní 2019 17:45 Nikita Parris örugg á vítapunktinum vísir/getty England er komið á blað á HM í Frakklandi eftir sigur á nágrönnum sínum í Skotlandi í fyrsta leik en liðin leika í D-riðli ásamt Argentínu og Japan. Nikita Parris kom Englandi yfir strax á 14.mínútu með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Jana Adamkova, dómari leiksins, nýtti sér myndbandatæknina en boltinn fór augljóslega í hönd Jenny Beattie innan vítateigs. Þær ensku voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum og því verðskuldað þegar Ellen White tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé. Skoska liðið neitaði þó að gefast upp og komu sér aftur inn í leikinn þegar Claire Emslie minnkaði muninn 79.mínútu. Nær komust Skotarnir þó ekki og lokatölur 2-1 fyrir Englandi. HM 2019 í Frakklandi
England er komið á blað á HM í Frakklandi eftir sigur á nágrönnum sínum í Skotlandi í fyrsta leik en liðin leika í D-riðli ásamt Argentínu og Japan. Nikita Parris kom Englandi yfir strax á 14.mínútu með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Jana Adamkova, dómari leiksins, nýtti sér myndbandatæknina en boltinn fór augljóslega í hönd Jenny Beattie innan vítateigs. Þær ensku voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum og því verðskuldað þegar Ellen White tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé. Skoska liðið neitaði þó að gefast upp og komu sér aftur inn í leikinn þegar Claire Emslie minnkaði muninn 79.mínútu. Nær komust Skotarnir þó ekki og lokatölur 2-1 fyrir Englandi.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti