Bernardo Silva lagði upp eina mark leiksins fyrir Goncalo Guedes en hann lagði einnig upp eitt af mörkum Cristiano Ronaldo í undanúrslitunum.
Þá lék Bernardo Silva þrjá af fjórum leikjum Portúgals í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar á meðan skærasta stjarna liðsins, Cristiano Ronaldo, tók ekki þátt í riðlakeppninni þar sem Portúgal var í riðli með Póllandi og Ítalíu.
Þessi 24 ára gamli miðjumaður hefur átt algjörlega magnað ár en hann var valinn leikmaður ársins í frábæru liði Manchester City á nýafstaðinni leiktíð.
Bernardo Silva has been named #NationsLeague Player of the Tournament pic.twitter.com/Xo7U83VceB
— Goal (@goal) June 9, 2019