Engin tölfræði til um tengsl símnotkunar og umferðarslysa hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2019 11:12 Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/ÞÞ Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín. Umferðaröryggi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín.
Umferðaröryggi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira