Sara og Anníe Mist báðar á verðlaunapalli í Ohio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 08:00 Sara og Anníe Mist á verðlaunapallinum með Tiu-Clair Toomey. Mynd/Instagram/rogueinvitational Íslensku CrossFit stelpurnar voru allar þrjár meðal þeirra fjögurra efstu á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem lauk í Columbus í Ohio-fylki í nótt. Hraustasta fólkið frá heimsleikunum undanfarin tvö ár bar sigur út bítum á mótinu því Mathew Fraser vann í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann í kvennaflokki. Tia-Clair Toomey fékk mestu keppnina frá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en sú ástralska endaði með 696 stig og Sara fékk 620 stig. Sara var aðeins sex stigum á eftir Toomey fyrir tvær síðustu greinarnar en náði ekki að halda í við hana í lokin. Anníe Mist Þórisdóttir komst á pall með því að ná í 492 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan fjórða með 478 stig. Katrín Tanja byrjaði ekki vel og var aðeins í sjöunda sæti eftir fyrri daginn. Rogue Invitational er gríðarlega sterkt mót enda samankomnir nær allir keppendurnir sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Þessi úrslita gefa því ákveðin fyrirheit fyrir haustið. Það er ljóst á öllu að það verður krefjandi fyrir íslensku stelpurnar að koma í veg fyrir að Tia-Clair Toomey verði fyrsta konan til að vinna heimsleikana þrjú ár í röð. View this post on InstagramWhat an incredible weekend. Congratulations to all the podium finishers of the 2019 Rogue Invitational, a CrossFit sanctioned event. We can’t wait for next year. #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on May 19, 2019 at 4:42pm PDT CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Íslensku CrossFit stelpurnar voru allar þrjár meðal þeirra fjögurra efstu á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem lauk í Columbus í Ohio-fylki í nótt. Hraustasta fólkið frá heimsleikunum undanfarin tvö ár bar sigur út bítum á mótinu því Mathew Fraser vann í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann í kvennaflokki. Tia-Clair Toomey fékk mestu keppnina frá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en sú ástralska endaði með 696 stig og Sara fékk 620 stig. Sara var aðeins sex stigum á eftir Toomey fyrir tvær síðustu greinarnar en náði ekki að halda í við hana í lokin. Anníe Mist Þórisdóttir komst á pall með því að ná í 492 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan fjórða með 478 stig. Katrín Tanja byrjaði ekki vel og var aðeins í sjöunda sæti eftir fyrri daginn. Rogue Invitational er gríðarlega sterkt mót enda samankomnir nær allir keppendurnir sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. Þessi úrslita gefa því ákveðin fyrirheit fyrir haustið. Það er ljóst á öllu að það verður krefjandi fyrir íslensku stelpurnar að koma í veg fyrir að Tia-Clair Toomey verði fyrsta konan til að vinna heimsleikana þrjú ár í röð. View this post on InstagramWhat an incredible weekend. Congratulations to all the podium finishers of the 2019 Rogue Invitational, a CrossFit sanctioned event. We can’t wait for next year. #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on May 19, 2019 at 4:42pm PDT
CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira