Sönn íslensk makamál: Börn og aðrir minna þroskaðir menn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. maí 2019 13:30 Við mannfólkið eigum miserfitt með að miðla málum, svo mikið er víst. Aðstæður okkar eru ólíkar og væntingar til lífsins þeim mun ólíkari. Þegar fólk byrjar að rugla saman reytum í nútíma samfélagi þá eru yfirgnæfandi líkur á því að allavega annar aðilinn eigi að baki langt samband, hjónaband og jafnvel börn. Ég ætla að leyfa mér að skjóta á það að næstum annað hvert barn eigi stjúpforeldri hér á Íslandi. Samsettar fjölskyldur eru orðnar norm. Ef þú ert barnlaus og byrjar að hitta manneskju sem á börn þá er mikilvægt að staldra við og hugsa. Börnin eru mesta stolt hennar og það allra, allra dýrmætasta sem hún á. Þrátt fyrir að við vitum ekki alltaf fyrir fram hvað við viljum þá vitum við í mörgum tilvikum hvað við viljum alls ekki. Eða hvað hentar okkur ekki. Ef þú veist fyrir fram að þú kærir þig ekki um að byrja samband með manneskju sem á barn eða börn, ef þú veist að það mun stoppa þig í að taka hlutina lengra, ekki bjóða upp í dans! Hugum aðeins að upphafi sambanda, þegar menn byrja að gramsa í þínum einkamálum (þegar ég segi menn þá meina ég auðvitað líka konur). Þegar þú byrjar að hitta einhvern er mjög sjaldgæft að bíómyndaklisjan um ást við fyrstu sýn eigi við: Augu ykkar mætast, tíminn stoppar, og áður en þið eigið samræður, hvað þá samræði, veistu að þetta er manneskjan sem fullkomnar þig. Þín eina sanna ást innpökkuð í silkipappír sem ilmar eins og vorið. Ást, alveg eins og þú pantaðir hana úr bæklingnum. Í raunveruleikanum er þetta yfirleitt ekki svona. Oft kvikna fullt af spurningum og fólk er í vafa. Óvissan, spennan og kitlið getur samt verið mjög skemmtilegt tímabil en flækjustigið eftir því sem við eldumst getur vægast sagt verið gríðarlegt. Svo byrjar dansleikurinn, dansfélagar horfast í augu og smátt og smátt finna út hvort þeir geti dansað í takt. Fólk hefur eðlilega mismunandi kröfur og væntingar til tilvonandi maka. Í huganum ertu jafnvel búin að búa þér til mynd af draumamakanum þínum. En svo er það þetta óáþreifanlega, þetta sem við skiljum ekki alltaf. Þessi töfrandi blossi sem að við finnum til manneskju og vitum ekki af hverju. Einstaklingurinn sem er kannski langt frá því að vera „þín týpa“ á blaði verður allt í einu allt sem þú þráir og dreymir um. Ég elska það við ástina, hvað hún kemur endalaust á óvart. Hún spyr yfirleitt hvorki um stétt né stöðu heldur hefur vit fyrir grunnhyggni okkar og leiðir saman ólík hjörtu frá ólíkum heimum. Svo gerist það! BINGO! Við verðum ástfangin, fangin af ást! Hversu óhemju dásamleg tilfinning? Í flestum tilvikum, sérstaklega því eldri sem við erum þegar við kynnumst, þá erum við hreinlega knúin til að miðla málum. Við þurfum að slípa okkur saman, temja okkur raunhæfar væntingar og oftar en ekki setja egóið aðeins til hliðar. Úff, það getur reynst erfitt, jafnvel þó að þú sért undir áhrifum ofskynjunarlyfs sem kallast ÁST. En þessi ástarkapall sem við byrjum að leggja gengur því miður ekki alltaf upp. Og þegar hinn aðilinn ákveður skyndilega að stokka upp á nýtt og hvað þá leggja nýjan kapal á nýju borði þá mætir hún á svæðið í öllum sínum herklæðum, höfnunin. Hver kannast ekki við hina æsispennandi og eftirsóttu tilfinningu HÖFNUN? Já, ég setti þetta orð í Caps Lock. Hjartað byrjar að brotna og næsta stig dömur mínar og herrar, ÁSTARSORG. Jebb, líka Caps Lock. Höfnun og ástarsorg, hinn banvæni hjartakokteill. Nú á HAPPY HOUR tilboði. Höfnun er auðvitað miserfið eftir aðstæðum, hversu miklar tilfinningar voru í spilinu, hve lengi varði ástarsambandið og fleira sem spilar inn í. Sjálf hef ég upplifað höfnun eins og margir og hefur hún rist misdjúpt. En mér fannst flóknast að takast á við eina gerð höfnunar. Hún braut meira en hjartað. Þegar ég hafði lokið stúdentsprófi um síðustu aldamót þá fannst mér frábær hugmynd að skrá mig í kerfisfræði í HR þó að ég hafi í mesta lagi prófað þennan framandi veraldarvef kannski tvisvar sinnum. Mér til varnar þá var árið 2000 og kerfisfræði var það EINA RÉTTA í heiminum. Framtíðin krakkar! Það er kannski skemmst frá því að segja að ég kláraði þetta ágæta nám ekki en það er nú önnur saga. Í þessu samhengi dettur mér í hug einn fyrirlestur sem ég sat í viðmótshönnun hjá ungri og kraftmikilli konu. Hún talaði mikið um að hafa allt uppi á borðum varðandi samskipti við kúnna. Það þurfa öll mörk að vera skýr þegar þið byrjið samstarf. „Það mikilvægasta sem þið komið á framfæri við kúnnann ykkar er þetta,“ sagði hún og benti á risastóra skammstöfun á skjánum, RTFM! Ég sat sveitt á efri vörinni að glósa og taldi í mig kjark til þess að rétta upp hendi og spyrja hvað þessi stórkostlega skammstöfun stæði fyrir. Hún horfði á mig glottandi og sagði: RTFM þýðir READ THE FUCKING MANUAL! Salurinn hló. Í sumum tilvikum vitum við ekki alltaf hvað við viljum. Í ástum tökum við áhættu. Sem er eitt af því sem mér finnst svo dásamlegt við hana. Og sem betur fer fáum við ekki bækling þar sem allt er fyrir fram ákveðið. Rómantíkin er dauð. Bæklingurinn drap hana. Ef við erum með ofnæmi fyrir köttum fáum við okkur ekki kött, þó að okkur langi kannski rosalega mikið í þennan sæta, mjúka kettling. Ef við erum með mjólkuróþol eða höfum ákveðið að sneiða framhjá mjólkurafurðum, þá kaupum við okkur ekki skyr. Á umbúðunum stendur svart á hvítu að innihaldið er MJÓLK! Til að undirstrika mikilvægi þess sem ég er að reyna að koma frá mér ætla ég að stíga á svið í hlutverki fyrirlesarans. Ákveðin og hnarreist horfi ég framan í salinn og hef ég upp raust mína: Það getur engin vitað við byrjun sambands hvort að allt gangi upp. Báðir aðilar verða taka smá áhættu. Þegar börn eru annars vegar þá VERÐUM við að vera varkár. Eins erfitt og það getur verið að bakka út þegar þú ert jafnvel orðin mjög spennt/ur eða hvað þá ástfangin/n þá er það aldrei eins erfitt og það er fyrir hinn aðilann þegar þú ákveður að slíta sambandinu vegna barnanna. Áður en þú byrjar að gramsa í hans eða hennar einkamálum, RTFM. READ THE FUCKING MANUAL! Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Makamál hefja göngu sína á Vísi Makamál er nýr undirvefur sem fer í loftið á Vísi næstkomandi mánudag. Umsjónarmaður er Ása Ninna Pétursdóttir. 17. maí 2019 10:45 Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og forstjóri Teatime Games, kom í emoji-spjall en árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá honum. Ný ævintýri í vinnunni, ný ást og glænýtt barn. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Við mannfólkið eigum miserfitt með að miðla málum, svo mikið er víst. Aðstæður okkar eru ólíkar og væntingar til lífsins þeim mun ólíkari. Þegar fólk byrjar að rugla saman reytum í nútíma samfélagi þá eru yfirgnæfandi líkur á því að allavega annar aðilinn eigi að baki langt samband, hjónaband og jafnvel börn. Ég ætla að leyfa mér að skjóta á það að næstum annað hvert barn eigi stjúpforeldri hér á Íslandi. Samsettar fjölskyldur eru orðnar norm. Ef þú ert barnlaus og byrjar að hitta manneskju sem á börn þá er mikilvægt að staldra við og hugsa. Börnin eru mesta stolt hennar og það allra, allra dýrmætasta sem hún á. Þrátt fyrir að við vitum ekki alltaf fyrir fram hvað við viljum þá vitum við í mörgum tilvikum hvað við viljum alls ekki. Eða hvað hentar okkur ekki. Ef þú veist fyrir fram að þú kærir þig ekki um að byrja samband með manneskju sem á barn eða börn, ef þú veist að það mun stoppa þig í að taka hlutina lengra, ekki bjóða upp í dans! Hugum aðeins að upphafi sambanda, þegar menn byrja að gramsa í þínum einkamálum (þegar ég segi menn þá meina ég auðvitað líka konur). Þegar þú byrjar að hitta einhvern er mjög sjaldgæft að bíómyndaklisjan um ást við fyrstu sýn eigi við: Augu ykkar mætast, tíminn stoppar, og áður en þið eigið samræður, hvað þá samræði, veistu að þetta er manneskjan sem fullkomnar þig. Þín eina sanna ást innpökkuð í silkipappír sem ilmar eins og vorið. Ást, alveg eins og þú pantaðir hana úr bæklingnum. Í raunveruleikanum er þetta yfirleitt ekki svona. Oft kvikna fullt af spurningum og fólk er í vafa. Óvissan, spennan og kitlið getur samt verið mjög skemmtilegt tímabil en flækjustigið eftir því sem við eldumst getur vægast sagt verið gríðarlegt. Svo byrjar dansleikurinn, dansfélagar horfast í augu og smátt og smátt finna út hvort þeir geti dansað í takt. Fólk hefur eðlilega mismunandi kröfur og væntingar til tilvonandi maka. Í huganum ertu jafnvel búin að búa þér til mynd af draumamakanum þínum. En svo er það þetta óáþreifanlega, þetta sem við skiljum ekki alltaf. Þessi töfrandi blossi sem að við finnum til manneskju og vitum ekki af hverju. Einstaklingurinn sem er kannski langt frá því að vera „þín týpa“ á blaði verður allt í einu allt sem þú þráir og dreymir um. Ég elska það við ástina, hvað hún kemur endalaust á óvart. Hún spyr yfirleitt hvorki um stétt né stöðu heldur hefur vit fyrir grunnhyggni okkar og leiðir saman ólík hjörtu frá ólíkum heimum. Svo gerist það! BINGO! Við verðum ástfangin, fangin af ást! Hversu óhemju dásamleg tilfinning? Í flestum tilvikum, sérstaklega því eldri sem við erum þegar við kynnumst, þá erum við hreinlega knúin til að miðla málum. Við þurfum að slípa okkur saman, temja okkur raunhæfar væntingar og oftar en ekki setja egóið aðeins til hliðar. Úff, það getur reynst erfitt, jafnvel þó að þú sért undir áhrifum ofskynjunarlyfs sem kallast ÁST. En þessi ástarkapall sem við byrjum að leggja gengur því miður ekki alltaf upp. Og þegar hinn aðilinn ákveður skyndilega að stokka upp á nýtt og hvað þá leggja nýjan kapal á nýju borði þá mætir hún á svæðið í öllum sínum herklæðum, höfnunin. Hver kannast ekki við hina æsispennandi og eftirsóttu tilfinningu HÖFNUN? Já, ég setti þetta orð í Caps Lock. Hjartað byrjar að brotna og næsta stig dömur mínar og herrar, ÁSTARSORG. Jebb, líka Caps Lock. Höfnun og ástarsorg, hinn banvæni hjartakokteill. Nú á HAPPY HOUR tilboði. Höfnun er auðvitað miserfið eftir aðstæðum, hversu miklar tilfinningar voru í spilinu, hve lengi varði ástarsambandið og fleira sem spilar inn í. Sjálf hef ég upplifað höfnun eins og margir og hefur hún rist misdjúpt. En mér fannst flóknast að takast á við eina gerð höfnunar. Hún braut meira en hjartað. Þegar ég hafði lokið stúdentsprófi um síðustu aldamót þá fannst mér frábær hugmynd að skrá mig í kerfisfræði í HR þó að ég hafi í mesta lagi prófað þennan framandi veraldarvef kannski tvisvar sinnum. Mér til varnar þá var árið 2000 og kerfisfræði var það EINA RÉTTA í heiminum. Framtíðin krakkar! Það er kannski skemmst frá því að segja að ég kláraði þetta ágæta nám ekki en það er nú önnur saga. Í þessu samhengi dettur mér í hug einn fyrirlestur sem ég sat í viðmótshönnun hjá ungri og kraftmikilli konu. Hún talaði mikið um að hafa allt uppi á borðum varðandi samskipti við kúnna. Það þurfa öll mörk að vera skýr þegar þið byrjið samstarf. „Það mikilvægasta sem þið komið á framfæri við kúnnann ykkar er þetta,“ sagði hún og benti á risastóra skammstöfun á skjánum, RTFM! Ég sat sveitt á efri vörinni að glósa og taldi í mig kjark til þess að rétta upp hendi og spyrja hvað þessi stórkostlega skammstöfun stæði fyrir. Hún horfði á mig glottandi og sagði: RTFM þýðir READ THE FUCKING MANUAL! Salurinn hló. Í sumum tilvikum vitum við ekki alltaf hvað við viljum. Í ástum tökum við áhættu. Sem er eitt af því sem mér finnst svo dásamlegt við hana. Og sem betur fer fáum við ekki bækling þar sem allt er fyrir fram ákveðið. Rómantíkin er dauð. Bæklingurinn drap hana. Ef við erum með ofnæmi fyrir köttum fáum við okkur ekki kött, þó að okkur langi kannski rosalega mikið í þennan sæta, mjúka kettling. Ef við erum með mjólkuróþol eða höfum ákveðið að sneiða framhjá mjólkurafurðum, þá kaupum við okkur ekki skyr. Á umbúðunum stendur svart á hvítu að innihaldið er MJÓLK! Til að undirstrika mikilvægi þess sem ég er að reyna að koma frá mér ætla ég að stíga á svið í hlutverki fyrirlesarans. Ákveðin og hnarreist horfi ég framan í salinn og hef ég upp raust mína: Það getur engin vitað við byrjun sambands hvort að allt gangi upp. Báðir aðilar verða taka smá áhættu. Þegar börn eru annars vegar þá VERÐUM við að vera varkár. Eins erfitt og það getur verið að bakka út þegar þú ert jafnvel orðin mjög spennt/ur eða hvað þá ástfangin/n þá er það aldrei eins erfitt og það er fyrir hinn aðilann þegar þú ákveður að slíta sambandinu vegna barnanna. Áður en þú byrjar að gramsa í hans eða hennar einkamálum, RTFM. READ THE FUCKING MANUAL!
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Makamál hefja göngu sína á Vísi Makamál er nýr undirvefur sem fer í loftið á Vísi næstkomandi mánudag. Umsjónarmaður er Ása Ninna Pétursdóttir. 17. maí 2019 10:45 Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og forstjóri Teatime Games, kom í emoji-spjall en árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá honum. Ný ævintýri í vinnunni, ný ást og glænýtt barn. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Makamál hefja göngu sína á Vísi Makamál er nýr undirvefur sem fer í loftið á Vísi næstkomandi mánudag. Umsjónarmaður er Ása Ninna Pétursdóttir. 17. maí 2019 10:45
Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og forstjóri Teatime Games, kom í emoji-spjall en árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá honum. Ný ævintýri í vinnunni, ný ást og glænýtt barn. 20. maí 2019 13:00