Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 15:15 Fyrsti þristurinn, sem þjónar hópfluginu sem undanfari, í flaug frá Reykjavík í hádeginu til Skotlands. Vísir/Vilhelm. Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði