Rúnar: Heppnir að þetta endaði ekki verr Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 21:50 Rúnar Kristinsson vísir/bára Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira