Alvotech leitar að hundrað vísindamönnum Alvotech kynnir 21. maí 2019 14:00 Alvotech þróar og framleiðir líftæknilyf sem eru notuð eru við erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Alvotech Lyfjafyrirtækið Alvotech tilkynnti nýlega að það hyggðist ráða 100 vísindamenn og sérfræðinga til starfa á Íslandi. Störfin hafa nú verið auglýst til umsóknar og er um að ræða fjölbreytt störf hjá fyrirtækinu sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Fyrirtækið þróar og framleiðir svokölluð líftæknilyf eða líftæknilyfshliðstæður (e.biosimilars), sem eru notuð eru við erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Skóflustunga að nýju hátæknisetri var tekin í nóvember 2013 og húsið var formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn í júní 2016. Hjá Alvotech starfa um 330 starfsmenn frá 20 þjóðernum á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Fyrirtækið stefnir að því að vera í fremstu röð á heimsvísu á sínu sviði og hefur nú þegar hafið klínískar rannsóknir fyrir sitt fyrsta lyf.Hildur Hörn Daðadóttir mannauðsstjóri AlvotechHildur Hörn Daðadóttir mannauðsstjóri Alvotech segir ánægjulegt að geta haldið áfram að styrkja innviði félagsins með nýjum ráðningum. „Við erum að auglýsa 100 störf núna til umsóknar þar sem reynsla og bakgrunnur umsækjanda er nokkuð fjölbreyttur. Við erum bæði að leita að reynsluboltum og ungu og efnilegu fólki. Fólki sem hefur metnað og áhuga á að vinna undir leiðsögn vísindamanna Alvotech og móta framtíðina með okkur. Nánast öll störf sem nú eru í boði eru miðuð að einstaklingum með háskólamenntun á sviði líf-, raun- og lyfjavísinda eða verkfræði. Við finnum fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu og því sem við höfum verið að gera og því gaman að geta tilkynnt um 100 nýjar stöður.“Stórt þekkingarfyrirtæki innan VísindagarðaHátæknisetur Alvotech er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og er þannig staðsett á besta stað í borginni þar sem mikil nýsköpun á sér stað á hverjum degi. Setrið er um 13 þúsund fermetrar að stærð og fyrirtækið vinnur í nánu samstarfi við háskólasamfélagið um mótun menntunar á sviði líftækni og lyfjavísinda ásamt ýmsum öðrum verkefnum.Sesselja Ómarsdóttir framkvæmdastjóri lyfjagreiningadeildar.Sesselja Ómarsdóttir framkvæmdastjóri lyfjagreiningadeildar, segir þróunar- og framleiðslusetur Alvotech búið fullkomnustu tækjum og búnaði og hefur verksmiðja fyrirtækisins nú þegar fengið framleiðsluleyfi og gæðavottun. „Ég hef starfað hjá fyrirtækinu í fjögur ár og fengið að taka þátt í því að undirbúa Alvotech og innviði þess undir framtíðarvöxt og markaðssetningu nýrra líftæknilyfja. Það eru í raun forréttindi að vakna á morgnana og sækja vinnu hjá fyrirtæki eins og Alvotech þar sem nýsköpun á sér stað á hverjum einasta degi. Við vinnum öll að því sameiginlega markmiði að auka lífsgæði fólks um allan heim með nýjum líftæknilyfjum þar sem aðgengi fólks mun aukast mikið með okkar innkomu á markaðinn. Við erum stolt yfir því að getað tekið þátt í því að móta framtíðina í líftækni á heimsvísu og að Ísland geti verið þar í leiðandi hlutverki.“Gulir föstudagarHildur Hörn segir mikilvægt að móta skapandi og lifandi vinnuumhverfi fyrir vísindamenn og sérfræðinga fyrirtækisins. Innan fyrirtækisins sé meðal annars líkamsræktarsalur, spinningsalur og starfsmönnum bjóðist meðal annars að fá nudd á álagstímum.„Við höfum alltaf lagt mikið upp úr góðum liðsanda og að fólki finnist skemmtilegt að koma í vinnuna. Félagsstarfið sefur aldrei og reglulegir viðburðir eru af ýmsu tagi fyrir okkar starfsfólk. Fólk fer saman í göngur, hjólar saman í hádeginu, tekur þátt í hæfileikakeppnum og svo má ekki gleyma „gula föstudeginum“ okkar sem er svona okkar „casual Friday“ en þá klæðast allir einhverju gulu í vinnunni sem býr til skemmtilegan anda og ákveðinn léttleika sem er nauðsynlegur á öllum vinnustöðum.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við Alvotech. Viðskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvotech tilkynnti nýlega að það hyggðist ráða 100 vísindamenn og sérfræðinga til starfa á Íslandi. Störfin hafa nú verið auglýst til umsóknar og er um að ræða fjölbreytt störf hjá fyrirtækinu sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Fyrirtækið þróar og framleiðir svokölluð líftæknilyf eða líftæknilyfshliðstæður (e.biosimilars), sem eru notuð eru við erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Skóflustunga að nýju hátæknisetri var tekin í nóvember 2013 og húsið var formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn í júní 2016. Hjá Alvotech starfa um 330 starfsmenn frá 20 þjóðernum á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Fyrirtækið stefnir að því að vera í fremstu röð á heimsvísu á sínu sviði og hefur nú þegar hafið klínískar rannsóknir fyrir sitt fyrsta lyf.Hildur Hörn Daðadóttir mannauðsstjóri AlvotechHildur Hörn Daðadóttir mannauðsstjóri Alvotech segir ánægjulegt að geta haldið áfram að styrkja innviði félagsins með nýjum ráðningum. „Við erum að auglýsa 100 störf núna til umsóknar þar sem reynsla og bakgrunnur umsækjanda er nokkuð fjölbreyttur. Við erum bæði að leita að reynsluboltum og ungu og efnilegu fólki. Fólki sem hefur metnað og áhuga á að vinna undir leiðsögn vísindamanna Alvotech og móta framtíðina með okkur. Nánast öll störf sem nú eru í boði eru miðuð að einstaklingum með háskólamenntun á sviði líf-, raun- og lyfjavísinda eða verkfræði. Við finnum fyrir miklum áhuga á fyrirtækinu og því sem við höfum verið að gera og því gaman að geta tilkynnt um 100 nýjar stöður.“Stórt þekkingarfyrirtæki innan VísindagarðaHátæknisetur Alvotech er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og er þannig staðsett á besta stað í borginni þar sem mikil nýsköpun á sér stað á hverjum degi. Setrið er um 13 þúsund fermetrar að stærð og fyrirtækið vinnur í nánu samstarfi við háskólasamfélagið um mótun menntunar á sviði líftækni og lyfjavísinda ásamt ýmsum öðrum verkefnum.Sesselja Ómarsdóttir framkvæmdastjóri lyfjagreiningadeildar.Sesselja Ómarsdóttir framkvæmdastjóri lyfjagreiningadeildar, segir þróunar- og framleiðslusetur Alvotech búið fullkomnustu tækjum og búnaði og hefur verksmiðja fyrirtækisins nú þegar fengið framleiðsluleyfi og gæðavottun. „Ég hef starfað hjá fyrirtækinu í fjögur ár og fengið að taka þátt í því að undirbúa Alvotech og innviði þess undir framtíðarvöxt og markaðssetningu nýrra líftæknilyfja. Það eru í raun forréttindi að vakna á morgnana og sækja vinnu hjá fyrirtæki eins og Alvotech þar sem nýsköpun á sér stað á hverjum einasta degi. Við vinnum öll að því sameiginlega markmiði að auka lífsgæði fólks um allan heim með nýjum líftæknilyfjum þar sem aðgengi fólks mun aukast mikið með okkar innkomu á markaðinn. Við erum stolt yfir því að getað tekið þátt í því að móta framtíðina í líftækni á heimsvísu og að Ísland geti verið þar í leiðandi hlutverki.“Gulir föstudagarHildur Hörn segir mikilvægt að móta skapandi og lifandi vinnuumhverfi fyrir vísindamenn og sérfræðinga fyrirtækisins. Innan fyrirtækisins sé meðal annars líkamsræktarsalur, spinningsalur og starfsmönnum bjóðist meðal annars að fá nudd á álagstímum.„Við höfum alltaf lagt mikið upp úr góðum liðsanda og að fólki finnist skemmtilegt að koma í vinnuna. Félagsstarfið sefur aldrei og reglulegir viðburðir eru af ýmsu tagi fyrir okkar starfsfólk. Fólk fer saman í göngur, hjólar saman í hádeginu, tekur þátt í hæfileikakeppnum og svo má ekki gleyma „gula föstudeginum“ okkar sem er svona okkar „casual Friday“ en þá klæðast allir einhverju gulu í vinnunni sem býr til skemmtilegan anda og ákveðinn léttleika sem er nauðsynlegur á öllum vinnustöðum.“Þessi kynning er unnin í samstarfi við Alvotech.
Viðskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira