Enski boltinn

Fyrstur til að vera kosinn bestur í þremur af bestu deildunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar með liðsfélögum sínum Federico Bernardeschi og Leonardo Spinazzola.
Cristiano Ronaldo fagnar með liðsfélögum sínum Federico Bernardeschi og Leonardo Spinazzola. Getty/Marco Canoniero
Cristiano Ronaldo fullkomnaði tvær einstakar þrennur á sínu fyrsta tímabilið með Juventus. Metin hrannast upp hvers sem Portúgalinn fer.

Cristiano Ronaldo varð á dögunum fyrsti leikmaður í sögunni sem verður landsmeistari í Englandi, á Spáni og á Ítalíu en hann gekk einu skrefi lengra.

Cristiano Ronaldo er líka fyrsti leikmaðurinn til að vera kosinn besti leikmaður tímabilsins í öllum þessum þremur deildum eða ensku úrvalsdeildinni, spænsku La Liga og ítölsku Seríu A.



Cristiano Ronaldo var valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð eða 2006-07 og 2007-08. Hann var þá leikmaður Manchester United og var bæði kosinn bestur af fjölmiðlamönnum sem og leikmönnum deildarinnar.

Cristiano Ronaldo var með 17 mörk og 15 stoðsendingar í 34 leikjum tímabilið 2006-07 og skoraði 31 mark og gaf 7 stoðsendingar tímabilið 2007-08. Síðasta tímabilið hans á Englandi 2008-09 var hann með 18 mörk og 7 stoðsendingar en þá voru Steven Gerrard (fjölmiðlar) og Ryan Giggs (leikmenn) kosnir bestir í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo var seldur til Real Madrid sumarið 2009 og var síðan kosinn besti leikmaður spænsku deildarinnar tímabilið 2012-13. Hann endaði þá einokun Lionel Messi á verðlaununum.

Ronaldo var með 34 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum þetta tímabil (2012-13) en hafði skorað yfir 40 mörk tímabilin á undan. Þá gerði Messi hins vegar enn betur. Ronaldo fékk verðlaunin ekki aftur.

Real Madrid seldi Ronaldo síðan til Juventus síðasta sumar og Cristiano var kosinn leikmaður ársins á sínu fyrsta tímabili í ítölsku deildinni. Á sínu fyrsta tímabili með Juve var Ronaldo með 21 mark og 11 stoðsendingar í 31 deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×