Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um Downton Abbey

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rómantíkin svífur yfir vötnum í Downton Abbey.
Rómantíkin svífur yfir vötnum í Downton Abbey. Skjáskot/Youtube
Fyrsta stiklan úr væntanlegri kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttunum Downton Abbey kom út í dag. Aðdáendur þáttanna hafa beðið myndarinnar með eftirvæntingu og fá nú loksins nasasjón af því sem Crawley-fjölskyldan bardúsar um þessar mundir.

Svo virðist sem fjölskyldan taki á móti konunglegum gestum og þá er velta lykilpersónur upp áætlunum um að flytja burt af herragarðinum.

Sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015 og í fyrra var svo loksins staðfest að ráðast ætti í gerð kvikmyndar um sömu persónur. Stikluna má sjá hér að neðan en myndin er væntanleg í kvikmyndahús í september.


Tengdar fréttir

Birta kitlu fyrir kvikmyndina um Downton Abbey

Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.