Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 22:30 Þarna tekur Elísabet fyrir ummæli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Mynd/Elísabet Rún Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent