Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður Þórlindur Kjartansson skrifar 24. maí 2019 07:00 Áður en háhraðanettengingar og ýmis konar streymisþjónustur gerðu fólki mögulegt að stilla sína eigin afþreyingardagskrá eftir hentisemi, var óhætt að brydda upp á efnisatriðum úr línulegri sjónvarpsdagskrá kvöldsins áður í kaffipásum daginn eftir. „Sástu Björgvin Halldórsson hjá Hemma Gunn í gær?“ „Hvernig fannst þér Spaugstofan taka á kjarasamningunum?“ „Hver heldurðu að hafi skotið JR?“ Þetta er að mestu leyti löngu liðin tíð. Meira að segja þeir örfáu sjónvarpsþættir sem fólk bíður eftir að sjá í línulegri dagskrá—eins og Game of Thrones—eru ekki almennt viðurkennd umræðuefni á vinnustöðum daginn eftir frumsýningu af ótta við að spilla gleði og spennu þeirra sem eru að spara sér áhorfið. Fyrir vikið er óskráð regla í samfélaginu, sem er virt ofar landslögum, stjórnarskrá, mannréttindum og trúarsetningum, að það megi alls ekki blaðra í kæruleysi frá atburðum, framgangi eða söguþræði í sjónvarpsefni sem einhver gæti hugsanlega átt eftir að sjá. Önnur mikilvæg regla sem hefur rutt sér rúms inni í sjónvarpsherbergjum og svefnherbergjum landsmanna er að ef hjón og sambýlingar hafa á einhverjum tíma ákveðið að hefja áhorf á sjónvarpsseríu þá séu það svik sem jaðri við framhjáhald ef annar horfir lengra áfram í seríunni án samþykkis makans. En þó eru einstaka sjónvarpsviðburðir sem brjóta upp þessar reglur. Á Íslandi geta menn sjálfum sér um kennt ef þeir hafa misst af frumsýningu Áramótaskaupsins, landsleik í fótbolta og Eurovision. Þess vegna er óhætt að tala án viðvörunar um keppnina í síðustu viku án þess að skemma spennuna fyrir nokkrum manni.Eurovision lýðræðið Í fyrsta lagi þá er núverandi fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar mjög áhugavert út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Almenningur er hvattur eindregið til þess að taka upp síma, hlaða niður smáforriti, og kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Manni líður nánast eins og maður sé að bregðast lýðræðislegum skyldum sínum ef maður tekur ekki þátt. Allir að nýta kosningaréttinn—það kostar ekki nema 199 krónur að hringja. Og það skiptir ekki máli þótt milljónir Evrópubúa taki upp símana og kjósi og kjósi—lýðræðið nær ekki lengra en svo að einungis helmingur af niðurstöðunni ræðst af atkvæðum almúgans. Sérskipaðir hópar fagmanna í hveru landi fá að ráða jafnmiklu, þótt svo virðist að í sumum tilvikum hafi þessar faglegu dómnefndir frekar verið að skoða landakort en hlusta á lögin. Jú, fólk fær vissulega að kjósa um alls konar hluti, og velja sína fulltrúa—en á bak við tjöldin hafa „fagmennirnir“ í raun fyrst ákveðið hvaða valkostir séu boðlegir. Núna var það þannig í Eurovision að lagið sem vann hjá dómnefndinni (Norður-Makedónía) endaði í 15. sæti hjá áhorfendum en lagið sem vann hjá áhorfendum (Noregur) var í 9. sæti hjá dómurunum. Ísland endaði sem kunnugt er í 10. sæti, en hefði verið í 6. sæti ef lýðræðið hefði fengið að ráða niðurstöðunni án aðstoðar fagmanna. Getur verið að þeir sem ráða Eurovision taki mikilvægi keppninnar fullhátíðlega—almenningi er treyst til þess að kjósa valdamesta mann heims en ekki velja skemmtilegasta popp-smellinn í skrautsýningu. Listamenn og skemmtikraftar Hin spurningin sem er áhugaverð er krafan um að þátttakendur í skrautsýningunni haldi sig algjörlega fjarri umdeildum málefnum. Á sýningu þar sem annað hvert atriði er hlaðið svo mikilli kynferðislegri spennu að það hefði fyrir nokkrum áratugum valdið almennri hneykslan og uppþoti—þá snýst eina velsæmisspurningin um hvort hinir leðurklæddu íslensku listamenn í kvalalostabúningum sínum hafi storkað sómakennd ísreaelsku gest gjafanna með því að draga upp úr skónum sínum litlar fánapjötlur til stuðnings við þjóð sem nú þegar er viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum. Haldið börnunum innandyra!!! Eflaust fannst mörgum það óviðeigandi hjá Hatara að stefna framtíð íslenskrar Eurovision þátttöku í tvísýnu með þessum gjörningi, og kalla yfir þjóðina vandlætingu og reiði Jons Ole Sand. Havaríið og taugaveiklunin í kringum þennan hófstillta gjörning Hatara undirrstrikaði að sjálfsögðu réttmæti þess sem þeir gerðu. Hefði Eurovision valdabatteríið brugðist eins við ef Matthías og Klemens hefðu dregið norska fánann upp úr skónum? Eða var gerð athugasemd við gay-pride fánann sem íslenski hópurinn veifaði stóran hluta kvöldsins? Sá er kannski munurinn á listamönnum og skemmtikröftum að fyrrnefndi hópurinn hlýðir ekki því sem lagt er fyrir börnin í Vögguvísu Káins: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Við völdum þetta árið að senda listamenn í keppnina en ekki skemmtikrafta. Það hefði verið hörmulegt ef þeir hefðu látið kúga sig til þess að láta ekki í ljós vott af sjálfstæðri hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Áður en háhraðanettengingar og ýmis konar streymisþjónustur gerðu fólki mögulegt að stilla sína eigin afþreyingardagskrá eftir hentisemi, var óhætt að brydda upp á efnisatriðum úr línulegri sjónvarpsdagskrá kvöldsins áður í kaffipásum daginn eftir. „Sástu Björgvin Halldórsson hjá Hemma Gunn í gær?“ „Hvernig fannst þér Spaugstofan taka á kjarasamningunum?“ „Hver heldurðu að hafi skotið JR?“ Þetta er að mestu leyti löngu liðin tíð. Meira að segja þeir örfáu sjónvarpsþættir sem fólk bíður eftir að sjá í línulegri dagskrá—eins og Game of Thrones—eru ekki almennt viðurkennd umræðuefni á vinnustöðum daginn eftir frumsýningu af ótta við að spilla gleði og spennu þeirra sem eru að spara sér áhorfið. Fyrir vikið er óskráð regla í samfélaginu, sem er virt ofar landslögum, stjórnarskrá, mannréttindum og trúarsetningum, að það megi alls ekki blaðra í kæruleysi frá atburðum, framgangi eða söguþræði í sjónvarpsefni sem einhver gæti hugsanlega átt eftir að sjá. Önnur mikilvæg regla sem hefur rutt sér rúms inni í sjónvarpsherbergjum og svefnherbergjum landsmanna er að ef hjón og sambýlingar hafa á einhverjum tíma ákveðið að hefja áhorf á sjónvarpsseríu þá séu það svik sem jaðri við framhjáhald ef annar horfir lengra áfram í seríunni án samþykkis makans. En þó eru einstaka sjónvarpsviðburðir sem brjóta upp þessar reglur. Á Íslandi geta menn sjálfum sér um kennt ef þeir hafa misst af frumsýningu Áramótaskaupsins, landsleik í fótbolta og Eurovision. Þess vegna er óhætt að tala án viðvörunar um keppnina í síðustu viku án þess að skemma spennuna fyrir nokkrum manni.Eurovision lýðræðið Í fyrsta lagi þá er núverandi fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar mjög áhugavert út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Almenningur er hvattur eindregið til þess að taka upp síma, hlaða niður smáforriti, og kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Manni líður nánast eins og maður sé að bregðast lýðræðislegum skyldum sínum ef maður tekur ekki þátt. Allir að nýta kosningaréttinn—það kostar ekki nema 199 krónur að hringja. Og það skiptir ekki máli þótt milljónir Evrópubúa taki upp símana og kjósi og kjósi—lýðræðið nær ekki lengra en svo að einungis helmingur af niðurstöðunni ræðst af atkvæðum almúgans. Sérskipaðir hópar fagmanna í hveru landi fá að ráða jafnmiklu, þótt svo virðist að í sumum tilvikum hafi þessar faglegu dómnefndir frekar verið að skoða landakort en hlusta á lögin. Jú, fólk fær vissulega að kjósa um alls konar hluti, og velja sína fulltrúa—en á bak við tjöldin hafa „fagmennirnir“ í raun fyrst ákveðið hvaða valkostir séu boðlegir. Núna var það þannig í Eurovision að lagið sem vann hjá dómnefndinni (Norður-Makedónía) endaði í 15. sæti hjá áhorfendum en lagið sem vann hjá áhorfendum (Noregur) var í 9. sæti hjá dómurunum. Ísland endaði sem kunnugt er í 10. sæti, en hefði verið í 6. sæti ef lýðræðið hefði fengið að ráða niðurstöðunni án aðstoðar fagmanna. Getur verið að þeir sem ráða Eurovision taki mikilvægi keppninnar fullhátíðlega—almenningi er treyst til þess að kjósa valdamesta mann heims en ekki velja skemmtilegasta popp-smellinn í skrautsýningu. Listamenn og skemmtikraftar Hin spurningin sem er áhugaverð er krafan um að þátttakendur í skrautsýningunni haldi sig algjörlega fjarri umdeildum málefnum. Á sýningu þar sem annað hvert atriði er hlaðið svo mikilli kynferðislegri spennu að það hefði fyrir nokkrum áratugum valdið almennri hneykslan og uppþoti—þá snýst eina velsæmisspurningin um hvort hinir leðurklæddu íslensku listamenn í kvalalostabúningum sínum hafi storkað sómakennd ísreaelsku gest gjafanna með því að draga upp úr skónum sínum litlar fánapjötlur til stuðnings við þjóð sem nú þegar er viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum. Haldið börnunum innandyra!!! Eflaust fannst mörgum það óviðeigandi hjá Hatara að stefna framtíð íslenskrar Eurovision þátttöku í tvísýnu með þessum gjörningi, og kalla yfir þjóðina vandlætingu og reiði Jons Ole Sand. Havaríið og taugaveiklunin í kringum þennan hófstillta gjörning Hatara undirrstrikaði að sjálfsögðu réttmæti þess sem þeir gerðu. Hefði Eurovision valdabatteríið brugðist eins við ef Matthías og Klemens hefðu dregið norska fánann upp úr skónum? Eða var gerð athugasemd við gay-pride fánann sem íslenski hópurinn veifaði stóran hluta kvöldsins? Sá er kannski munurinn á listamönnum og skemmtikröftum að fyrrnefndi hópurinn hlýðir ekki því sem lagt er fyrir börnin í Vögguvísu Káins: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Við völdum þetta árið að senda listamenn í keppnina en ekki skemmtikrafta. Það hefði verið hörmulegt ef þeir hefðu látið kúga sig til þess að láta ekki í ljós vott af sjálfstæðri hugsun.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun