Stytta sem þykir verri en styttan af Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:30 George Best. Getty/ Bob Thomas Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira