Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2019 10:00 Björgvin í leik með KR gegn ÍBV. vísir/bára Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira