Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2019 10:53 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á heimavelli Atletico Madrid á Spáni. Vísir/Getty Stöð 2 Sport mun sýna báða úrslitaleikina sem fram undan eru í Evrópukeppnunum í fótbolta í svokallaðri ofurháskerpu, sem nefnist á ensku UHD og 4K. Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem að sýnt er frá íþróttaviðburðum í slíkum myndgæðum. Leikirnir verða sýndir á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD, sem verður aðgengileg á IPTV myndlyklum á rás 20 á leikdögum. Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD/4K myndlykil og sjónvarp sem styður UHD/4K útsendingu. Báðir leikirnir verða í opinni dagskrá. Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA þann miðvikudaginn 29. maí en Tottenham og Liverpool eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd 1. júní. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Sýn vegna málsins:Úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar sýndir í Ofur-Háskerpu UHD / 4K Sýn hf. hefur ákveðið að vera með tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum Evrópudeildar UEFA og Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Ofur-Háskerpu (Ultra HD / 4K). Stöð 2 Sport UHD mun sýna báða leikina í opinni dagskrá á IPTV en viðskiptavinir þurfa að hafa bæði myndlykil og sjónvarp sem styðja UHD/4K myndupplausn til að njóta útsendingarinnar í fullum gæðum. Leikirnir eru sýndir á eftirtöldum dögum: Miðvikudaginn 29. maí 2019 í Evrópudeild UEFA; Chelsea – Arsenal Laugardaginn 1. júní 2019 í Meistaradeild Evrópu; Tottenham – Liverpool Þessar tilraunaútsendingar verða í boði um gagnvirk sjónvarpskerfi fjarskiptafélaga (IPTV) en ekki um loftnet eða sjónvarpsöpp. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu einnig sýna leikina í hefðbundum myndupplausnum (SD og HD) sem henta öllum dreifikerfum.Gagnleg atriði sem gott er að hafa í huga: * Þar sem að UHD/4K merkið er mun stærra en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar (SD/HD) eða 16-20 Mbit/s, krefst það mun meiri bandbreiddar á heimatengingum. * Til að tryggt sé að ná fullum gæðum er öruggast að vera með ljósleiðaratengingu. * Ekki er tryggt að 4K merkið náist með ADSL/VDSL eða ljósnetstengingu. * Æskilegast er að tenging milli myndlykils og sjónvarps sé með hágæða HDMI kapli. Margir eldri og/eða ódýrari gerðir af HDMI köplum bera ekki þetta myndmerki. * Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD /4K myndlykil og þar verður Stöð 2 Sport UHD aðgengileg á rásarnúmeri 20 óháð því hvort þú sért með allar græjur til að ná 4K útsendingu eða ekki. Myndlykillinn skalar UHD merkið niður í þá upplausn sem sjónvarpstækið styður. Hægt er að nálgast Samsung myndlykla í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um land allt.Vísir er í eigu Sýnar hf. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tækni Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna báða úrslitaleikina sem fram undan eru í Evrópukeppnunum í fótbolta í svokallaðri ofurháskerpu, sem nefnist á ensku UHD og 4K. Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem að sýnt er frá íþróttaviðburðum í slíkum myndgæðum. Leikirnir verða sýndir á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD, sem verður aðgengileg á IPTV myndlyklum á rás 20 á leikdögum. Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD/4K myndlykil og sjónvarp sem styður UHD/4K útsendingu. Báðir leikirnir verða í opinni dagskrá. Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA þann miðvikudaginn 29. maí en Tottenham og Liverpool eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd 1. júní. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Sýn vegna málsins:Úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar sýndir í Ofur-Háskerpu UHD / 4K Sýn hf. hefur ákveðið að vera með tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum Evrópudeildar UEFA og Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Ofur-Háskerpu (Ultra HD / 4K). Stöð 2 Sport UHD mun sýna báða leikina í opinni dagskrá á IPTV en viðskiptavinir þurfa að hafa bæði myndlykil og sjónvarp sem styðja UHD/4K myndupplausn til að njóta útsendingarinnar í fullum gæðum. Leikirnir eru sýndir á eftirtöldum dögum: Miðvikudaginn 29. maí 2019 í Evrópudeild UEFA; Chelsea – Arsenal Laugardaginn 1. júní 2019 í Meistaradeild Evrópu; Tottenham – Liverpool Þessar tilraunaútsendingar verða í boði um gagnvirk sjónvarpskerfi fjarskiptafélaga (IPTV) en ekki um loftnet eða sjónvarpsöpp. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu einnig sýna leikina í hefðbundum myndupplausnum (SD og HD) sem henta öllum dreifikerfum.Gagnleg atriði sem gott er að hafa í huga: * Þar sem að UHD/4K merkið er mun stærra en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar (SD/HD) eða 16-20 Mbit/s, krefst það mun meiri bandbreiddar á heimatengingum. * Til að tryggt sé að ná fullum gæðum er öruggast að vera með ljósleiðaratengingu. * Ekki er tryggt að 4K merkið náist með ADSL/VDSL eða ljósnetstengingu. * Æskilegast er að tenging milli myndlykils og sjónvarps sé með hágæða HDMI kapli. Margir eldri og/eða ódýrari gerðir af HDMI köplum bera ekki þetta myndmerki. * Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD /4K myndlykil og þar verður Stöð 2 Sport UHD aðgengileg á rásarnúmeri 20 óháð því hvort þú sért með allar græjur til að ná 4K útsendingu eða ekki. Myndlykillinn skalar UHD merkið niður í þá upplausn sem sjónvarpstækið styður. Hægt er að nálgast Samsung myndlykla í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um land allt.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tækni Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira