Þetta tilkynntu Haukar á vef sínum í kvöld en Hilmar Trausti Arnarson, aðstoðarþjáflari, og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, markmannsþjálfari, láta einnig af störfum.
Kristján Ómar tók við liðinu eftir tímabilið 2017 og stýrði liðinu á síðustu leiktíð þar sem liðið lenti í áttunda sæti deildarinnar.
Liðið hefur ekki farið sérstaklega vel af stað í Inkasso-deildinni þetta árið og er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina.
Búi Vilhjálmur Guðjónsson, þjálfari varaliðs Hauka, mun taka tímabundið við liðinu.