Helga Lind Mar nýr framkvæmdastjóri SHÍ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 20:55 Helga Lind Mar er nýr framkvæmdastjóri SHÍ. Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira