„Holdgervingur illskunnar“ hlaut lífstíðardóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 23:30 Patterson rændi hinni þrettán ára gömlu Jayme Closs í október á síðasta ári. Mynd/Facebook Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins. Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06
Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41
Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47