Magni og Fram gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Grenivík í dag en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum.
KA-maðurinn, Bjarni Aðalsteinsson, skoraði fysrta mark leiksins er hann kom Magna yfir á sextándu mínútu og þannig stóðu leikarnir í hálfleik.
Eftir klukkutímaleik var það Portúgalinn Tiago Manuel Silva Fernandes sem jafnaði metin fyrir Fram og það urðu lokatölur leiksins.
Þetta var fyrsta stig Magna sem er á botninum í deildinni en Fram er í sjöunda sætinu með fimm stig.

