Það voru þau Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, sem stóðu uppi sem sigurvegarar á Egils Gullmótinu sem fór fram á Þorlákshafnavelli.
Mótið nefndist „Mótaröð þeirra bestu,“ en Dagbjartur var í öðru sætinu eftir 36 holur. Hann kláraði þó dæmið í dag en Heiðrún Anna var einnig í öðru sæti eftir hringina tvo í gær.
Dagbjartur var högi á undan Ragnari Már Ríkharðssyni og Sigurði Arnari Garðarssyni sem komu næstir en á eftir þeim voru reynsluboltarnir Ólafur Björn Loftsson (-6 högg) og Axel Bóasson (-5).
Lokastaðan í karlaflokki:
1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66-70) 205 högg (-8)
2.-3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68-69) 206 högg (-7)
2.-3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65-72) 206 högg (-7)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69-70) 207 högg (-6)
5.-6. Axel Bóasson, GK (68-71-69) 208 högg (-5)
5.-6. Hákon Örn Magnússon, GR (66 -71-71) 208 högg (-5)
Í kvennaflokki var forystusauðurinn frá því í gær, Hulda Clara Gestsdóttir, önnur á parinu ásamt Helgu Kristínu Einarsdóttur en Heiðrún Anna spilaði frábært golf í dag sem skilaði henni sigri.
Lokastaðan í kvennaflokki:
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (70-72-67) 209 högg (-4)
2.-3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (71-69-73) 213 högg (par)
2.-3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-70-70) 213 högg (par)
4. Saga Traustadóttir, GR (68-76–72) 216 högg (+3)
5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (72-75-72) 219 högg (+6)
Ungir sigurvegarar í Þorlákshöfn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



