Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 17:00 Þórir stofnaði nafnlausa aðganginn innan við mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar sem hann sendi á fimmtán ára stúlku. Vísir/GVA Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs. Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs.
Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21
Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00