Þetta eru fín kaflaskil í lífinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. maí 2019 07:00 Freydís Halla, hér fremst sem fánaberi Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang árið 2018 þar sem hún lenti í 41. sæti í svigi. Nordicphotos/getty Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira