Southgate valdi upphaflega 27 leikmenn í Þjóðadeildarhópinn. Þeir óheppnu sem duttu út úr hópnum eru Nathan Redmond, James Ward-Prowse, Harry Winks og Kieran Trippier.
Sá síðastnefndi var einn besti leikmaður Englands á HM síðasta sumar en átti ekki sitt besta tímabil með Tottenham í vetur. Southgate ákvað því frekar að veðja á Kyle Walker og Trent Alexander-Arnold í stöðu hægri bakvarðar.
„Trippier hefur verið stór hluti af hópnum, viðhorf hans er til fyrirmyndar og hann hefur mikla ástríðu fyrir landsliðinu en Walker og Alexander-Arnold enduðu tímabilið svo vel,“ sagði Southgate.
Trippier hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark. Það kom beint úr aukaspyrnu gegn Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi.
Liðsfélagi Trippiers hjá Tottenham, Harry Kane, er í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Kane sagði þó í gær að hann væri klár í slaginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn þar sem Spurs mætir Liverpool.
England mætir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar 6. júní. Þremur dögum seinna fara úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fram.
Enska hópinn sem fer til Portúgals má sjá hér fyrir neðan.
England have announced their 23-man squad for the Nations League Finals next month
Kieran Trippier
Harry Winks
James Ward-Prowse
Nathan Redmond #NationsLeaguepic.twitter.com/rVNW2M6WHB
— PA Dugout (@PAdugout) May 27, 2019