Halldór segir að þegar hann hafi byrjað á plötunni í desember á síðasta ári hafi hann hugsað um það hvort hann ætti að hætta í tónlist.
„Ég var kominn með svona nett ógeð og það var einhver dofi í manni, en ég hugsaði að ég myndi keyra á þetta og bara hafa gaman af þessu, það var svona meginmarkmiðið. Það held ég bara tókst og mér þykir mjög vænt um þessa plötu,“ segir Halldór í samtali við miðilinn Kaffið.
Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni í gegnum streymisveituna Spotify.