Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:51 Jared Kushner, ráðgjafi í Hvíta húsinu. getty/Anna Moneymaker Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“ Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“
Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira