Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:51 Jared Kushner, ráðgjafi í Hvíta húsinu. getty/Anna Moneymaker Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“ Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“
Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira