Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 09:00 Real Madrid menn hafa ekki getað fagnað miklu á nýloknu tímabili en unnu þó heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Getty/ Etsuo Hara Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. Real Madrid er komið upp fyrir Manchester United á nýjum verðmætalista KPMG en sú samantekt byggir á keppnistímabilunum 2016-17 og 2017-18. Þar liggur kannski lukka Real Madrid manna.Real Madrid has overtaken Manchester United and been named most valuable European football club, being worth about €3.22bn (£2.91bn).https://t.co/4KzyTsrW92 — BBC Newsbeat (@BBCNewsbeat) May 29, 2019Virði Real Madrid metur KPMG að sé 3,22 milljarða evra eða 447 milljarða íslenskra króna. Það hjálpar Real mikið í þessari samantekt að liðið vann Meistaradeildina bæði þessi tímabil en spænska félagið auk virði sitt um tíu prósent á árunum 2016 til 2018. Manchester United hefur líka verið í lægð á síðustu árum og gefur nú eftir titilinn sem verðmætasta félag í Evrópu. United fer þó ekki neðar en í 2. sætið með virði upp á 3,207 milljarða evra eða 445 milljarða íslenskra króna. Í næstu sætum eru síðan Bayern München og Barcelona. Real Madrid ætlar sér að ná til síns stórstjörnur í sumar til að rífa liðið sitt upp en Real var úr leik á öllum vígstöðvum í marsmánuði sem er afar óvenjulegt ástand á Santiago Bernabeu.After three years of stability on the podium, this year brought some turbulence, our fourth edition of the “Football Clubs' Valuation: The European Elite 2019” report reveals Click here to go to the full reporthttps://t.co/Bz2WmAJamD#KPMGFootballClubsValuationpic.twitter.com/XMzlZmvSeN — Football Benchmark (@Football_BM) May 28, 2019Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en þau eru nokkuð frá toppnum. Liverpool er sjöunda verðmætasta félag Evrópu og Tottenham er í níunda sæti. Ensku félögin eru samt mjög áberandi meðal verðmætustu félaganna. Það eru þrjú ensk félög á undan Liverpool eða Manchester United, Manchester City og Chelsea. Arsenal er síðan á milli Liverpool og Tottenham. Þrjú önnur ensk félög komust líka á lista yfir 32 verðmætustu félög Evrópu en það eru West Ham United, Leicester City og Everton. Skoska félagð Celtic og spænska félagið Villarreal eru bæði á þessum lista í fyrsta sinn en þau taka sæti Valencia og tyrknesk félags sem detta bæði út af topp 32 listanum.Tíu verðmætustu félög Evrópu að mati KPMG: 1. Real Madrid - 3,224 milljarðar evra 2. Manchester United - 3,207 milljarðar evra 3. Bayern Munich - 2,696 milljarðar evra 4. Barcelona - 2,676 milljarðar evra 5. Manchester City - 2,460 milljarðar evra 6. Chelsea - 2,227 milljarðar evra 7. Liverpool - 2,095 milljarðar evra 8. Arsenal - 2,008 milljarðar evra 9. Tottenham - 1,697 milljarðar evra 10. Juventus - 1,548 milljarðar evraAhead of the fourth annual edition of our club valuation report, which will rank the 32 most prominent European clubs according to their enterprise value, we show who the top three were in the past editions After 3 years of stability on the podium, will we see some changes? pic.twitter.com/4oC79hCaHT — Football Benchmark (@Football_BM) May 27, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. Real Madrid er komið upp fyrir Manchester United á nýjum verðmætalista KPMG en sú samantekt byggir á keppnistímabilunum 2016-17 og 2017-18. Þar liggur kannski lukka Real Madrid manna.Real Madrid has overtaken Manchester United and been named most valuable European football club, being worth about €3.22bn (£2.91bn).https://t.co/4KzyTsrW92 — BBC Newsbeat (@BBCNewsbeat) May 29, 2019Virði Real Madrid metur KPMG að sé 3,22 milljarða evra eða 447 milljarða íslenskra króna. Það hjálpar Real mikið í þessari samantekt að liðið vann Meistaradeildina bæði þessi tímabil en spænska félagið auk virði sitt um tíu prósent á árunum 2016 til 2018. Manchester United hefur líka verið í lægð á síðustu árum og gefur nú eftir titilinn sem verðmætasta félag í Evrópu. United fer þó ekki neðar en í 2. sætið með virði upp á 3,207 milljarða evra eða 445 milljarða íslenskra króna. Í næstu sætum eru síðan Bayern München og Barcelona. Real Madrid ætlar sér að ná til síns stórstjörnur í sumar til að rífa liðið sitt upp en Real var úr leik á öllum vígstöðvum í marsmánuði sem er afar óvenjulegt ástand á Santiago Bernabeu.After three years of stability on the podium, this year brought some turbulence, our fourth edition of the “Football Clubs' Valuation: The European Elite 2019” report reveals Click here to go to the full reporthttps://t.co/Bz2WmAJamD#KPMGFootballClubsValuationpic.twitter.com/XMzlZmvSeN — Football Benchmark (@Football_BM) May 28, 2019Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en þau eru nokkuð frá toppnum. Liverpool er sjöunda verðmætasta félag Evrópu og Tottenham er í níunda sæti. Ensku félögin eru samt mjög áberandi meðal verðmætustu félaganna. Það eru þrjú ensk félög á undan Liverpool eða Manchester United, Manchester City og Chelsea. Arsenal er síðan á milli Liverpool og Tottenham. Þrjú önnur ensk félög komust líka á lista yfir 32 verðmætustu félög Evrópu en það eru West Ham United, Leicester City og Everton. Skoska félagð Celtic og spænska félagið Villarreal eru bæði á þessum lista í fyrsta sinn en þau taka sæti Valencia og tyrknesk félags sem detta bæði út af topp 32 listanum.Tíu verðmætustu félög Evrópu að mati KPMG: 1. Real Madrid - 3,224 milljarðar evra 2. Manchester United - 3,207 milljarðar evra 3. Bayern Munich - 2,696 milljarðar evra 4. Barcelona - 2,676 milljarðar evra 5. Manchester City - 2,460 milljarðar evra 6. Chelsea - 2,227 milljarðar evra 7. Liverpool - 2,095 milljarðar evra 8. Arsenal - 2,008 milljarðar evra 9. Tottenham - 1,697 milljarðar evra 10. Juventus - 1,548 milljarðar evraAhead of the fourth annual edition of our club valuation report, which will rank the 32 most prominent European clubs according to their enterprise value, we show who the top three were in the past editions After 3 years of stability on the podium, will we see some changes? pic.twitter.com/4oC79hCaHT — Football Benchmark (@Football_BM) May 27, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira