Hæðin háir ekki þeim smávaxnasta í Arsenal liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 14:00 Lucas Torreira er ekki hár í loftinu. Getty/Julian Finney Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira. Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira
Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira.
Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira