Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum: Dramatík, Drogba og Terry rennur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 13:30 Hetjur Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2012; Petr Cech og Didier Drogba. Sá fyrrnefndi mætir sínu gamla félagi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. vísir/getty Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Sjá meira
Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Sjá meira
Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00
Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00
Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00
Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó