Ráðgera mikinn samdrátt í losun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. maí 2019 09:00 Bílaumferð á Reykjanesbraut. Fréttablaðið/Anton brink Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að losun frá iðnaði aukist um 17 prósent og losun frá landbúnaði aukist um 5 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um áætlaðan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að losun frá úrgangi dragist saman um 28 prósent. Framreikningar sýna að það muni nást 19 prósenta samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 2005 og 28 prósenta samdráttur muni nást til ársins 2035 miðað við árið 2005. Fram kemur að einungis hafi verið hægt að meta áætlaðan ávinning af aðgerðum í gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum að takmörkuðu leyti og ekki var tekið tillit til ýmissa annarra aðgerða í samfélaginu vegna skorts á tölulegum gögnum. Þannig má gera ráð fyrir að samdráttur í losun verði enn meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni. Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir að skili mestum árangri snúa að rafbílavæðingu, en þar studdist Umhverfisstofnun við spá Orkuveitu Reykjavíkur um rafbílavæðingu frá árinu 2018. „Ljóst er að skýrsla um framreiknaða losun er gagnlegt tæki til að meta árangur af stefnum og aðgerðum, því með því að styðjast við hana er hægt að leggja betra mat á til hvaða aðgerða er best að grípa, hve hratt breytingar þurfa að eiga sér stað og jafnframt hvaða aðgerðir skili árangri,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að losun frá iðnaði aukist um 17 prósent og losun frá landbúnaði aukist um 5 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um áætlaðan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að losun frá úrgangi dragist saman um 28 prósent. Framreikningar sýna að það muni nást 19 prósenta samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 2005 og 28 prósenta samdráttur muni nást til ársins 2035 miðað við árið 2005. Fram kemur að einungis hafi verið hægt að meta áætlaðan ávinning af aðgerðum í gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum að takmörkuðu leyti og ekki var tekið tillit til ýmissa annarra aðgerða í samfélaginu vegna skorts á tölulegum gögnum. Þannig má gera ráð fyrir að samdráttur í losun verði enn meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni. Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir að skili mestum árangri snúa að rafbílavæðingu, en þar studdist Umhverfisstofnun við spá Orkuveitu Reykjavíkur um rafbílavæðingu frá árinu 2018. „Ljóst er að skýrsla um framreiknaða losun er gagnlegt tæki til að meta árangur af stefnum og aðgerðum, því með því að styðjast við hana er hægt að leggja betra mat á til hvaða aðgerða er best að grípa, hve hratt breytingar þurfa að eiga sér stað og jafnframt hvaða aðgerðir skili árangri,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira