Hrífandi, spennandi og heillandi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:00 Söngkonan Diddú. Fréttablaðið/Stefán Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira