Hrífandi, spennandi og heillandi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:00 Söngkonan Diddú. Fréttablaðið/Stefán Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira