Listann er að finna í blaði Sunday Times sem út kom í dag. Íslensku bækurnar sem um ræðir eru Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur, Dimmu eftir Ragnar Jónasson og Furðustrandir eftir Arnald Indriðason.
Á lista Times er einnig að finna bækur eftir höfunda á borð við Agöthu Christie, Raymond Chandler, Ian Flemming, PD. James, John Grisham, Graham Greene, Umberto Eco og Gillian Flynn.
Alls er að finna átta bækur eftir höfunda frá Norðurlöndum á listanum. Auk bókanna eftir þau Yrsu, Ragnar og Arnald eiga eiga Danirnir Jussi Adler Olsen og Peter Höegh eina bók hvor á listanum, Norðmaðurinn Jo Nesbö eina og Svíarnir Stieg Larsson og Henning Mankell eina hvor.
